Sóttvarnarlæknir, Þórólfur Guðnason, hvetur óbólusetta til að þiggja Covid sprautur og þá sem eru eldri en 80 ára og aðra íbúa á hjúkrunarheimilum að þiggja fjórða skammtinn. Flestir inniliggjandi sjúklinga eru eldri en 70 ára en alvarleg veikindi sjást aðallega hjá þeim sem hafa fengið þrjár eða færri bólusetningar, segir Þórólfur.
Lítill áhugi virðist vera á fjórða skammtinum ef marka má tölur á vefnum Covid.is. Rétt um 4% í aldurshópnum 70-79 ára hafa fengið 4 sprautur, um 25% í hópnum 80-89 ára og 20% meðal 90 ára og eldri.
Samkvæmt þeim tölum sem landlæknisembættið sendi Fréttinni um bólusetningastöðu þeirra sem hafa látist af Covid hér á landi er ekki að sjá að bólusetningin hafi dregið úr líkum á Covid-andláti og ekki er að sjá á þessari fréttatilkynningu sóttvarnalæknis að þriðja sprautan hafi dregið úr líkindum á alvarlegum veikindum eins og sagt var að hún myndi gera.
Í þessu samband má nefna að Ísraelar íhuga nú að bjóða upp á fimmtu sprautuna þar sem fjórða sprautan dugar ekki til.
Tilkynning sóttvarnalæknis í heild er svohljóðandi:
Eins og fram kom í frétt 10. júní þá er útbreiðsla COVID-19 vaxandi hér á landi. Nú greinast opinberlega um og yfir 200 manns á dag en líklega er fjöldinn meiri því margir greinast með heimaprófi og fá ekki greininguna staðfesta með opinberu prófi. Flestir sem greinast hafa ekki fengið COVID-19 áður en endursmit eru undir 10% af daglegum greindum smitum.
Samfara þessari aukinni útbreiðslu þá hefur orðið veruleg aukning á innlögnum sjúklinga með COVID-19. Nú liggja 27 einstaklingar inni á Landspítala með eða vegna COVID-19. Þar af eru tveir á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. Flestir inniliggjandi sjúklinganna eru eldri en 70 ára en alvarleg veikindi sjást aðallega hjá þeim sem hafa fengið þrjár eða færri bólusetningar. Þetta er í samræmi við niðurstöðu erlendra rannsókna um að fjórði bólusetningarskammtur minnkar verulega líkur á alvarlegum veikindum vegna COVID-19.
Almenningur og sérstaklega þeir sem eru 80 ára eða eldri og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, eru hvattur til að gæta að sínum sóttvörnum þ.e. forðast fjölmenni, halda fjarlægð, þvo og spritta hendur og nota andlitsgrímu þegar sóttvörnum verður ekki við komið.
Einnig eru allir þeir sem eru óbólusettir hvattir til að þiggja bólusetningu. Einstaklingar 80 ára og eldri og heimilismenn á hjúkrunarheimilum eru hvattir til að þiggja fjórða skammt bólusetningar. Yngri einstaklingar sem telja sig geta verið viðkvæma fyrir COVID-19 eru einnig hvattir til að fá fjórða skammt bólusetningarinnar. Bólusetning minnkar verulega líkur á alvarlegum veikindum vegna COVID-19, segir sóttvarnarlæknir.
5 Comments on “Sóttvarnarlæknir hvetur fólk til að fara í fjórðu sprautuna – þrísprautaðir veikir á spítala með Covid”
Jæja.. það verður nú einhver þekktur á Íslandi sem fær Covid á næstu dögum passar við leikritið sem maður er að sjá á heimsvísu.. Á ekki til orð.
Trausti er að einmitt að bíða eftir því líka🤭
Ætli þeir taki úllendúllendoff á þetta Sævar? 🙂
Þessar rannsóknir eru eins og vanalega einungis til í hausnum á Þórólfi, þetta bólusull gerir ekkert gagn eins og fram hefur komið, hugsa sér að vera með sóttvarnarlækni sem segir að eina lausnin sé að sprauta sig með tilraunaefnum sem hafa valdið stórskaða á heilsu milljóna manna og dauðsföllum. Hvað með aðrar meðferðir sem bera ekki þessa hættu?? Þau hafa vísvitandi snúið öllum þekktum læknavísindum á hvolf, ég segi vísvitandi því mikið af mistökum hafa verið gerð af fólki sem á að vita betur og þetta er fólk sem e-r hluti almennings stólar á fyrir rétt viðbrögð. Ég er ekki einn af þeim, hef aldrei verið og verð aldrei. Hef hitt þó nokkra sem dauðsjá eftir að hafa tekið þetta og munu ekki gera það aftur.
Þetta glæpahyski á að fara fyrir dómstóla. Íslendingar eiga að gera það sama og bretar að taka sig saman og höfða mál á hendur þeim sem hafa borið ábyrgð á því að þjóðin var sprautuð með eitrinu…..🤬