Embættismaður CDC segir aukningu á hjartavöðvabólgu fimmfalda meðal bólusettra barna

frettinErlentLeave a Comment

Embættismaður Matvæla-og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA), Dr. Peter Marks, segir að að það sé fimmföld aukning á hjartavöðvabólgu meðal bólusettra barna.

„Af hverju í ósköpunum er FDA að ýta undir COVID sprautur hjá börnum? Við vitum enn ekkert um langtímaöryggi þessara bóluefna,“ spyr öldunga-deildarþingmaðurinn Ron Johnson á twitter og deildi myndbandi, sem sjá má hér neðar, þar sem Dr. Peter Marks fer yfir málið.

Bandaríkin ráðleggja nú að gefa 5-11 ára börnum örvunarskammt.

Rand Paul spyr Fauci út í örvunarskammt og rannsóknir á sjúkrahúsvist barna

Hér má sjá upptöku úr bandaríska þinginu þar sem hinn læknismenntaði Rand Paul öldungadeildarþingmaður spyr Anthony Fauci, helsta ráðgjafa Bandaríkjastjórnar í sóttvarnarmálum, hvort það séu einhverjar rannsóknir sem sýni samdrátt á sjúkrahúsinnlögnum eða dauðsföllum meðal barna eftir örvunarskammt. Svar Fauci er nei!

Ráðleggingin byggir á því að meiri mótefni mælist í blóði eftir að örvunarskammtur er gefinn. Rand Paul bendir á að það sama sé sennilega rétt ef gefnir væru 10 skammtar. Það þýði hins vegar ekki að það sé nauðsynlegt eða gagnlegt.

Rand Paul bendir á að um þrjú af hverjum fjórum börnum séu sennilega búin að smitast af Covid. Hann spyr Fauci hvort þessi börn græði eitthvað á bólusetningu, hverjar líkurnar séu á sjúkrahúsinnlögn eða andláti þegar barn smitast í annað sinn.

Þessu getur Fauci ekki svarað, en Rand Paul bendir á að líkurnar séu sennilega hverfandi, enda voru þær gífurlega lágar í fyrra skiptið.

Loks bendir Rand Paul á að CDC hafi haldið aftur gögnum um virkni örvunarskammts hjá fólki á aldrinum 18-49 ára. Þegar gögnin voru loks gerð aðgengileg, eftir að kallað var eftir þeim, kom í ljós að þau sýndu ekki fram á ávinning fyrir þennan aldurshóp. CDC hélt gögnunum leyndum því þau studdu ekki málstað þeirra.


Skildu eftir skilaboð