Forseti Chile, Gabriel Boric, tekur ekki þátt í opinberum athöfnum þessa dagana þar sem hann glímir við veirusýkingu og aukaverkanir af fjórða skammti Covid bóluefnisins sem hann fékk fyrr í vikunni, segir í tilkynningu frá skrifstofu forsetans.
Hinn 36 ára gamli forseti fór til síns heima í borginni Santiago eftir að hafa fengið annan örvunarskammtinn af Moderna bóluefninu og hefur ekki verið við síðan þá þá, sagði blaðamaður forsetans við Reuters.
Síðast var hann við athöfn með diplómötum í forsetahöllinni á þriðjudagsmorgun.
Boric fékk sinn fyrsta örvunarskammt í lok desember, nokkrum dögum eftir að hann var kjörinn forseti.
Í nóvember, þegar hann var enn frambjóðandi, fékk hann COVID-19 og fór í sóttkví ásamt öðrum forsetaframbjóðendum sem hann hafði verið í samskiptum við.