Stjórnvöld á Bretlandi hafa gefið út að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði framseldur til Bandaríkjanna. Innanríkisráðherra landsins samþykkti dómsúrskurð um framsalið í dag.
Ákæran gegn Assange í Bandaríkjunum er í átján liðum og er hann meðal annars ákærður fyrir njósnir. Ákærurnar varða birtingu WikiLeaks á leynilegum gögnum frá bandaríska hernum og sendiráðum sem bandarísk stjórnvöld vilja meina að hafi verið mönnum lífshættuleg.
Innanríkisráðherra Bretlands, Priti Patel, segir að Julian Assange hafi tvær vikur til þess að áfrýja úrksurðinum. AFP fréttastofan hefur eftir ráðuneytinu að enginn grundvöllur hefði verið fyrir Patel að stöðva kröfuna um framsal. „Í þessu máli hafa dómstólar á Bretlandi haldi því fram að ekkert benti til þess að það yrði þvingandi, óréttlátt eða gegn réttlátri málsmeðferð að framselja Julian Assange til Bandaríkjanna.“
One Comment on “Julian Assange stofnandi WikiLeaks verður framseldur til Bandaríkjanna”
Frelsið Julian Assange, það er ekki glæpur að upplýsa staðreyndir.