WHO viðurkennir að lokunaraðgerðir höfðu gífurleg áhrif á geðheilbrigði, sérstaklega barna

frettinErlentLeave a Comment

„Þær takmarkanir sem settar voru í COVID-19 faraldrinum höfðu verulegar afleiðingar á geðheilbrigði margra, meðal annars streitu, kvíða eða þunglyndi sökum félagslegrar einangrunar, samskiptaleysis og óvissu um framtíðina,“ sagði Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO).

WHO var ekki aðeins virk í að dreifa kommúnistaáróðri frá Kína um getur kórónaveirunnar til að dreifa sér manna á milli heldur studdi stofnunin lokunarstefnu og sótti hugmyndir til Peking um harkalegar aðgerðir.

Framkvæmdastjóri WHO, Tedros Adhanom Ghebreyesus, sem komst til valda, þrátt fyrir að hafa aldrei starfað sem læknir (með stuðningi frá ríkisstjórninni í Peking), varð snemma eindreginn talsmaður lokana og varaði við því að aflétta takmörkunum of fljótt, þrátt fyrir viðvaranir frá gagnrýnendum um áhrif lokana á geðheilbrigðismál.

Skýrsla frá WHO leiddi í ljós að kynferðislegt ofbeldi og einelti gegn börnum átti mestan þátt í aukningu á þunglyndi, þar sem yngri aldurshópar urðu sérstaklega fyrir áhrifum af lokunum.

Geðheilbrigðisvandinn sem börn standa frammi fyrir í lokunum hefur verið langvarandi. Í skýrslu frá leiðandi háskólum í Bretlandi í júlí í fyrra kom í ljós að næstum fimm sinnum fleiri börn dóu úr sjálfsvígi en af Covid á fyrsta ári lokana.

„Börnum og ungmennum stafar meiri hætta af því að vera tekin úr venjubundnum athöfnum sínum, eins og skóla og félagslífi heldur en af SARS-CoV-2 sjálfu,“ var fullyrt í skýrlsunni.

Aðrir geðheilbrigðissérfræðingar hafa varað við því að börn séu í auknum mæli farin að upplifa „lokunaráföll“ þar sem þau eiga erfitt með að eignast vini, eiga samskipti við aðra og upplifa jafnvel kvíða yfir því að leika við önnur börn

Við útgáfu skýrslunnar kallaði WHO eftir auknum fjármunum til geðheilbrigðismála á öllum sviðum.

Stofnunin sagði að aðeins 2 prósent af innlendum heilbrigðisfjárveitingum væri varið til geðheilbrigðismála og minna en eitt prósent af alþjóðlegri heilbrigðisaðstoð fari í geðheilbrigðismál.

Stofnunin benti einnig á mismuninn á milli efnameiri og efnaminni þjóða og greindi frá því að 70 prósent þeirra sem þjást af geðrofi í hátekjulöndum fái meðferð, samanborið við aðeins 12 prósent hjá tekjulægri þjóðum.

Á blaðamannafundi á föstudag sagði Mark van Ommeren hjá geðheilbrigðisdeild WHO að „þjáningin væri gríðarleg um allan heim.  Áhugi á geðheilbrigðismálum núna er í sögulegu hámarki. En fjárfestingin í geðheilbrigðismálum hefur ekki aukist. Þessi skýrsla gefur löndum upplýsingar um hvernig á að fjárfesta meira í geðheilbrigðismálum,“ sagði hann.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð