„Stundaðu kynlíf í fötunum þínum“ og „þvoðu fetish-búnaðinn þinn“ ráðleggur bandaríska stofnunin sem kom með snilldarráðið „að elda prosciutto-skinku“ á tímum salmónelluútbreiðslu.
„Reyndu að stunda kynlíf fullklædd/-ur“ ráðleggur Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC) í tveggja blaðsíðna bæklingi sem gefinn var út fyrir stuttu, eða „fróaðu þér í 6 feta fjarlægð“ (ca. 2 metrar) frá maka þínum ef þú óttast að þú sért með apabólu.
Ef kynlíf í fötum, hvað sem það þýðir, vekur ekki áhuga hjá þér, geturðu stundað „sýndarkynlíf“ eða eitthvað slíkt þar sem þú „forðast kossa“ og heldur líkamshlutum með óútskýranlegum sárum huldum (sem virðist skynsamlegt óháð því hvort apabóla sé að dreifast eða ekki). Mundu bara, sama hvaða leið þú kýst að fara í þessum efnum, að þvo sængurfötin þín og fetiish-búnaðinn þinn segir aðal-lýðheilsufóstra bandarísku þjóðarinnar.
Að vissu leyti er hlutverk CDC að gefa fólki kómísk og augljós ráð eins og, „ef þú ert með opin sár á kynfærunum skaltu ekki nudda þeim við einhvern annan fyrr en þú hefur gengið úr skugga um hvað veldur.“
Ákveðin hefð er hjá Bandaríkjamönnum fyrir því að hæðast að og hunsa kjánalegar, ópraktískar og skuggalega augljósar ráðleggingar CDC, eins og ráðleggingar þeirra um steik (ekki panta hana "rare" eða "medium-rare", um eggjarauður (aldrei neyta hrárra eggja þar sem þú setur þig í hættu gagnvart salmónellu) og jafnvel varðandi nokkurs konur tann-eða munnvarnir (settu skrýtnar latex- eða pólýúretan-hindranir á milli munns þíns og neðra svæðis þeirrar konu sem þú hyggst veita munnmök).
Þetta er sama stofnunin sem segir viðkvæmari konum að takmarka áfengisneyslu sína við einn drykk á dag.
Á meðan á heimsfaraldrinum stóð lagðist þessi hefð hins vegar í dvala. Margir gáfu sig óttanum á vald og urðu ofur varkárir - stundum af góðri ástæðu, eftir að hafa farið í ítarlegt sjálfsáhættumat og þá stundum vegna misskilnings á því hversu stór eigin áhættan var og vegna ónægs skilnings á því hvernig vírusinn dreifist.
Í meira en tvö ár sendi CDC frá sér ópraktískar tillögur og margir hlustuðu samviskusamlega. Stofnunin bað fólk sem var að snúa aftur til Bandaríkjanna að fara í skimun á fyrstu dögum eftir heimkomu (það var þó nýbúið að fara í PCR-próf til að komast inn í landið); hún þrýsti á notkun tveggja gríma í sumum almenningsrýmum (jafnvel mjög vel loftræstum, eins og neðanjarðarlestum og flugvélum); hún sendi út boð sem þvingaði fólk til að setja grímur á ung börn sín, sem þurftu þá að vera með þær á sér allan skóladaginn, þrátt fyrir að við höfum vitað lengi að ung börn eru í minnstri hættu á að veikjast alvarlega af Covid.
Vonandi munu þeir dagar koma aftur þegar hægt verður á ný að veita heilsu-fóstrum bandarísku þjóðarinnar harða gagnrýni, þar sem fólk sammælist um að kynlíf er líklega best í persónu, án fata (eða í fallegum undirfötum) og í minna en 6 feta fjarlægð.