Enn einn skyndidauðinn – unnusta fyrrum X Factor stjörnunnar Tom Mann lést óvænt án skýringa

frettinErlent1 Comment

Fyrrum X Factor stjarnan Tom Mann hefur tilkynnt að unnusta hans Danielle Hampson hafi látist skyndilega á laugardaginn, að morgni brúðkaupsdags þeirra.

Söngvarinn, sem er 28 ára, deildi hjartnæmum skrifum á Instagram á mánudaginn þegar hann opinberaði að ástin í lífi hans og móðir átta mánaðar gamals sonar þeirra hafi látist um helgina.

Söngvarinn og lagahöfundurinn, sem öðlaðist frægð með hljómsveitinni Stereo Kicks, deildi mynd af Danelle og syni þeirra Bowie og tilkynnti að hann væri „algjörlega niðurbrotinn“ en hét því að vera sterkur fyrir ungan son þeirra.

Tom var nýkominn úr fríi með Danielle frá Sardiníu þegar skyndlegt andlát tilvonandi eiginkonu hans, sem var 34 ára, átt sér stað. Hún glímdi ekki við neina þekkta heilsukvilla og dánarorsök hennar er ókunn.

Fréttin hefur nýlega sagt frá því að læknar á Bretlandi rannsaki nú mikla aukningu á skyndidauða meðal ungs fólks. Lesa má nánar um það hér og hér.

Fréttin hefur einnig nýlega sagt frá því að stóraukning hafi orðið á greiðslu dánarbóta hjá bandarískum tryggingafélögum frá árinu 2021.

One Comment on “Enn einn skyndidauðinn – unnusta fyrrum X Factor stjörnunnar Tom Mann lést óvænt án skýringa”

  1. „dánarorsök hennar er ókunn“. Ekki alveg ókunn dánarorsök. 99,99% líkur á því að covid-19 sprauturnar hafi leitt þessa ungu konu í dauðann.

Skildu eftir skilaboð