Nýlega mætti 66 ára Skoti, Leslie Sinclair, til að gefa blóð eins og hann hefur gert í meira en 50 ár. Heilbrigðisyfirvöld höfðu fyrr í vikunni auglýst eftir fleiri blóðgjöfum. Í hvert skipti hefur hann þurft að fylla út lista með alls kyns spurningum um heilsufar en nú var honum einnig gert að svara hvort hann væri ófrískur eða hefði gengið með barn á síðustu sex mánuðum. Hann stóð fastur á því að þessi spurning ætti ekki við sig og neitaði að svara henni. Honum var þá vísað á dyr.
Fyrir áhrif transaktívista hefur breska heilbrigðiskerfið NHS ákveðið að fella út kynjað orðalag, bæði karlar og konur fá því sama spurningalista. Konurnar eru því væntanlega spurðar út í hvort þær hafi tekið þátt í kynlífsorgíum homma. Sú hugmyndafræði að kyni sé úthlutað við fæðingu en kynvitundin sé meðfædd, líkt og húðlitur, jafnvel þótt hún sé stundum fljótandi, hefur náð yfirhöndinni þar.
Heilbrigðisráðherra Breta, sem nú er Sajid Javid, telur þó að í heilbrigðiskerfinu skipti kyn máli og telur ekki rétt að fella orðið „kona“ út úr leiðbeiningum um meðferð við eggjastokkakrabbameini. Eftir honum er haft: „ég held að kyn þitt skipti máli, líffræðilegt kyn þitt er afskaplega mikilvægt til að tryggt sé að þú fáir rétta meðferð, bestu meðferðina.“
Á tímum „vísinda og framfara“ er stöðugt algengara að menntafólk treysti sér ekki til að skilgreina orðið „kona“. Transaktívistar segja að sá sem telji sig vera konu sé kona. Telji sig vera hvað? spyr Matt Walsh háskólasálfræðing í heimildamynd sinni „What is a Woman“. Hann biður sálfræðinginn að skilgreina orðið„ kona“án þess að nota það orð en fær ekki svar. Ekki er þó allt transfólk sama sinnis. Debbie Hayton sagði nýlega í viðtali á LBC sjónvarpsstöðinni að það væri út í hött að NHS væri hætt að nota kynjað orðalag. Hún sagði: „Það er fáránlegt, það er ekki hjálplegt, sérstaklega ekki fyrir lítt menntaðar konur sem hafa ekki ensku að móðurmáli - þetta gæti reynst verulega skaðlegt, og kemur ekki neinum að gagni“.
Debbie vill meina að það eigi að koma fram við transfólk sem fullorðna en ekki láta eftir öllum dyntum þeirra. „Ég er trans, en ég afneita samt ekki raunveruleikanum“, sagði hún og vill meina að líffræðilegt kyn breytist ekki þótt menn gerist trans. „Ég er enn karlkyns - ef ég þarf að fara í krabbameinsskoðun þá þarf að líta á blöðruhálskirtilinn“. Hún segir að NHS meðhöndli líkama fólks - sem hafi ákveðið kyn - og það sé mikilvægt að viðurkenna það sé meðferðar leitað.
One Comment on “Breska heilbrigðiskerfið vill útrýma kynjuðu orðavali – en gengur það upp?”
Vá hvað þetta er orðin klikkaður og sjúkur heimur þegar fólki er vísað á bug fyrir að taka ekki undir vitleysu klikkhausana! Það eru bara til tvö kyn: karlmaður og kvenmaður. Allt annað er úrkynjun. Allir hafa sinn djöful að draga.