Bandaríska sundkonan Anita Alvarez missti meðvitund og var bjargað frá drukknun á heimsmeistaramótinu í sundi í Búdapest í gær. Hún hafði sokkið á botn laugarinnar.
Sundjálfari Anitu, Andrea Fuentes sem er fjórfaldur ólympíumeistarinn var snögg að bregðast við. Hún stakk í fötunum ofan í sundlaugina og synti Anitu upp á yfirborðið. Anita fékk læknisaðstoð á bakkanum áður en hún var flutt á sjúkrahús.
Þetta er í annað sinn sem þjálfari Anitu hefur þurft að koma Anitu til bjargar en svipað atvik átti sér stað í júní í fyrra á undanmótinu fyrir Ólympíuleikana í Barcelona.
Fuentes sagði í viðtali við spænska miðilinn Marca að líðan Anitu væri eftir atvikum góða. ,,Henni líður strax mun betur. Ég stökk ofan í sundlaugina vegna þess að ég sá að enginn, ekki einu sinni sundlaugaverðirnir ætluðu að koma henni til bjargar. Ég hræddist vegna þess að hún andaði ekki en nú er í lagi með hana. Nú þarf hún að hvíla sig," sagði Fuentes.
Anita Alvarez stefnir að því að keppa á föstudaginn næsta.