Sundkonan Anita Alvarez missti meðvitund á heimsmeistarmóti – bjargað frá drukknun

frettinErlentLeave a Comment

Banda­ríska sund­konan Anita Al­varez missti meðvitund og var bjargað frá drukknun á heims­meistara­mótinu í sundi í Búda­pest í gær. Hún hafði sokkið á botn laugarinnar.

Sundjálfari Anitu, Andrea Fuentes sem er fjór­faldur ólympíu­meistarinn var snögg að bregðast við. Hún stakk í fötunum ofan í sund­laugina og synti Anitu upp á yfir­borðið. Anita fékk læknisaðstoð á bakkanum áður en  hún var flutt á sjúkra­hús.

Þetta er í annað sinn sem þjálfari Anitu hefur þurft að koma Anitu til bjargar en svipað at­vik átti sér stað í júní í fyrra á undan­mótinu fyrir Ólympíu­leikana í Barcelona.

Fuentes sagði í við­tali við spænska miðilinn Mar­ca að líðan Anitu væri eftir at­vikum góða. ,,Henni líður strax mun betur. Ég stökk ofan í sund­laugina vegna þess að ég sá að enginn, ekki einu sinni sund­lauga­verðirnir ætluðu að koma henni til bjargar. Ég hræddist vegna þess að hún andaði ekki en nú er í lagi með hana. Nú þarf hún að hvíla sig," sagði Fuentes.

Anita Alvarez stefnir að því að keppa á föstudaginn næsta.


Skildu eftir skilaboð