Fréttinni barst ábending um að nú væru flugmenn og áhöfn að hjálpa til við að afhlaða vél Icelandair vegna manneklu. Vélin var um hálftíma of sein til Schiphol flugvallar í Amsterdam.
Samkvæmt flugvirkja sem vinnur á vellinum þolir flugvöllurinn ekki umferðina vegna starfsmannaskorts. Hann segist síðan hafa verið í 90 mínútur að komast í gegnum öryggiseftirlit inn á völlinn.
Schiphol hefur óskað eftir því við flugfélög að þau fækki flugum til Schiphol, vegna þess að ekki hefur gengið að manna í öll störf á vellinum.
Á myndinni hér að neðan sést áhöfnin vera að afhlaða vélina ásamt starfsmönnum á Schiphol flugvelli.
One Comment on “Flugmenn og flugþjónar hjálpa við að afhlaða Icelandair flugvél í Amsterdam vegna manneklu”
Vel gert segi ég nú bara – Ekki allar flugáhafnir sem myndu gera þetta. Minnir mig svoldið á auglýsinguna frá Icelandair þegar flugmaðurinn mokar snjóinn frá hjólabúnaðinum og kemur fólkinu heim fyrir jólin – Íslenska viðhorfið “bara reddum þessu”. 🙂