Joe Biden kennir Donald Trump um þungunarrofsdóm Hæstaréttar

frettinErlent3 Comments

Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í dag úr gildi niðurstöðu í dómsmáli, Roe gegn Wade, frá árinu 1973 sem tryggði rétt landsmanna til þungunarrofs. Samstundis tóku ný lög gildi í þrettán ríkjum landsins sem banna þungunarrof og reiknað er með að fjöldi ríkja til viðbótar geri slíkt hið sama á næstunni. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti flutti ávarp stuttu eftir niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna og gaf til kynna að dómurinn hafi verið pólitískur : „Það voru þrír dómarar, tilnefndir af Donald Trump, sem voru kjarninn í  ákvörðun dagsins um að snúa við réttlætinu og útrýma grundvallarréttindum kvenna í þessu landi,“ sagði forsetinn.


3 Comments on “Joe Biden kennir Donald Trump um þungunarrofsdóm Hæstaréttar”

  1. Nú er allt vinstra liðið vitlaust og eru að hóta að drepa Clarence Thomas því þau geta ekki drepið börnin sín lengur i usa, þessi fylki hafa þegar innleitt þessi lög. Guð blessi börnin.

    Arkansas
    Idaho
    Kentucky
    Louisiana
    Mississippi
    Missouri
    North Dakota
    South Dakota
    Oklahoma
    Tennessee
    Texas
    Utah
    Wyoming

  2. Þetta á ekki að heita “ rof“ eitt né neitt, þarna er verið að myrða varnarlaus börn í móðurkviði og Fréttin á ekki að nota þessi orð yfir morðin !!!

  3. Hjálparlaus börnin eiga von, ótrúlegt að sjá þá sem tala um öll þessi réttindi en algerlega hunsa rétt barna til lífs. Íslenska ríkið eða Kirkjan ætti frekar að gera betur við að aðstoða einstæðar mæður og veita þeim ráðgjöf heldur en eins og t,d rugludallurinn Katrín sem styður barnadráp fram að fæðingu, svo lengi sem það er ekki hún auðvitað, jafnvel þó svo hún og fleiri af hennar sauðahúsi styðji málstaðinn, þannig er hræsnin og vitleysan.

Skildu eftir skilaboð