Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í vikunni að ógilda mál gegn fyrirtækinu Monsanto, sem er í eigu þýska lyfjarisans Bayer.
Monsanto ætlaði að stöðva þúsundir málsókna þar sem því er haldið fram að illgresiseyðirinn Roundup valdi krabbameini.
Úrskurðurinn í síðustu viku getur verið afar kostnaðarsamur fyrir fyrirtækið, að sögn AFP fréttastofunnar á þriðjudag.
Hæstiréttur útskýrði ekki ákvörðun sína, og 25 milljón dollara dómur féll Kaliforníubúanum Edwin Hardeman í vil sem segist hafa fengið eitilfrumukrabbamein eftir að hafa notað Roundup í mörg ár.
Ákvörðun Hæstaréttar er mikið áfall fyrir baráttu Monsanto í málum tengdum Roundup og lyfjarisann Bayer, eigandi þess, hefur lagt meira en 15 milljarða dollara til hliðar til að takast á við yfirvofandi bylgju af bandarískum málsóknum tengdum efninu.
„Bayer er ósammála niðurstöðu Hæstaréttar,“ sagði fyrirtækið í yfirlýsingu.
„Fyrirtækið bætti því við að ákvörðunin geri lítið úr mikilvægi þess að fyrirtæki geti treyst á opinberar aðgerðir sem sérfræðingar eftirlitsstofnana standa á bak við.“ Bayer vísaði til niðurstöðu ríkisins árið 2020 um að virka innihaldsefnið í Roundup væri ekki áhættusamt.
Henry Rowlands, framkvæmdastjóri Sustainable Pulse og The Detox verkefnisins, sagði á þriðjudag:
„Þessi tímamótaákvörðun Hæstaréttar lokar allar dyr fyrir Bayer, fyrirtækið þarf nú að horfast í augu við þá staðreynd að ein þekktasta vara þeirra veldur krabbameini, auk þess að valda víðtækum umhverfisspjöllum.
Þýski lyfjarisinn Bayer hefur átt við erfiðleika að stríða frá því að það keypti Monsanto, sem framleiðir Roundup, árið 2018.
Kaupverðið var 63 milljarða dala og erfði Bayer þar með lagalegar flækjur í tengslum við efnið glýfósat sem er að finna í Roundup.
Bayer segist ekki hafa gert neitt rangt og heldur því fram að vísindarannsóknir og samþykki eftirlitsstofnanna sýni að glýfósat sé öruggt efni.
Glýfósat er engu að síður flokkað sem „mögulegur krabbameinsvaldur“ hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO).
Milljarða kröfur
Hins vegar segir bandaríska umhverfisverndarstofnunin (EPA), á vefsíðu sinni að „það sé engin hætta á heilsu manna þegar glýfósat er notað í samræmi við núverandi leiðbeiningar þess. EPA þarf nú að endurmeta öryggi glýfósats.
Fyrir utan rúmlega 30.000 dómsmál sem tengjast heilsufarsvanda vegna Roundup hafa hluthafar Bayer einnig gripið til málshöfðunar.
Fjárfestar krefjast 2,2 milljarða evra í skaðabætur fyrir þýskum dómstólum vegna tjóns sem þeir hafa orðið fyrir í kjölfar yfirtöku Bayer á Monsanto.
Fjárfestarnir saka Bayer um að hafa „villt fyrir um á fjármagnsmörkuðum um fjárhagslega áhættu vegna yfirvofandi málsókna í Bandaríkjunum í tengslum við glýfósat og Roundup,“ sagði lögfræðistofan Tilp í yfirlýsingu.
Tilp sagði að um 320 fjárfestar hafi sent inn kvörtun, flestir þeirra fagfjárfestar eins og bankar, eignastýringasjóðir, vátryggingafélög og lífeyrissjóðir.