“Það er engin loftslagskrísa, stríð og lélegar orkustefnur eru vandamálin”

frettinErlentLeave a Comment

Lennart Bengtsson er einn fremsti loftslagsfræðingur heims, fæddur 1935.  Árið 1993 var hann kjörinn meðlimur sænsku vísindaakademíunnar. Í nýju viðtali við þýska dagblaðið Die Welt bendir hann á að heimurinn búi ekki við loftslagskrísu eða landbúnaðarkreppu og að matvælaframleiðsla heimsins sé jafnvel að aukast. Hann gefur frekar í skyn að umræða Sameinuðu Þjóðanna og alþjóðasamfélagsins sé villandi.

Í viðtalinu fullyrðir Bengtsson að það séu frekar hin ýmsu stríð og lélegar orkustefnur sem valdi kreppum. Við Die Welt segir hann að þekking sé besta lyfið við loftslagsvandamálum og móðursýki.

Lennart Bengtsson er sérfræðingur í þróun loftslagslíkana og há árunum 1975 til 1990 starfaði hann sem yfirmaður rannsókna hjá nokkrum rannsóknastofnunum. Hann hefur meðal annars verið forstöðumaður European Centre for Medium-Range Weather Foecasts (ECMWF). Bengtsson var einnig forstjóri Max Planck rannsóknarstofnunarinnar þar til hann lét af störfum. Lennart Bengtsson er nú prófessor emeritus við háskólann í Reading á Bretlandi. Hann er dósent í heimspeki frá Stokkhólmsháskóla árið 1964.

„Að mínu mati á ekki að lýsa áframhaldandi hlýnun jarðar sem krísu,“ segir hann í umræddu viðtali.

Bengtsson áætlar að færri deyi úr miklum hita nú en áður, þrátt fyrir hlýnun jarðar. Hann telur frekar að stríð og slæmar pólitískar ákvarðanir í orkumálum séu brýn vandamál.

Hann viðurkennir að til lengri tíma litið þarf heimssamfélagið að draga úr losun jarðefnaeldsneytis en heldur því fram að það sé ekki brýnasta vandamálið. Bengtsson segir einnig í viðtalinu að það sé frekar loftslagsstefnan heldur en loftslagið sjálft sem veldur honum áhyggjum og segir Parísarsamkomulagið geta leitt til „alvarlegs efnahagsvanda“ fyrir Evrópu.

„Að mínu mati eru Parísarmarkmiðin of metnaðarfull, sérstaklega fyrir ESB, og það ætti að aðlaga þau að því sem er tæknilega mögulegt... til að forðast alvarleg og brýn vandamál fyrir iðnaðinn og almenning,“ segir hann.

Það er ljóst að loftslagsbreytingar eru áskorun fyrir okkur, segir hann. En Bengtsson telur að engar skýrar sannanir séu fyrir því hversu mikið af þeim breytingum sé hluti af náttúrulegri hringrás og þess sem orsakast af mannavöldum.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð