Austurríki fellir niður lög um skyldubólusetningu – „þurfum samstöðu og samheldni“

frettinErlentLeave a Comment

Heilbrigðisráðherra Austurríkis tilkynnti á fimmtudag að lög um skyldubólusetningar gegn kórónaveirunni yrðu felld niður og sagði að aðgerðin gæti klofið samfélagið og jafnvel leitt til þess að færri létu sprauta sig.

Ríkisstjórn Austurríkis tilkynnti á síðasta ári áætlun um að allir 18 ára og eldri yrðu að fara í COVID-19 sprautur, fyrsta ríkið í Evrópu til að setja skyldubólusetningu í lög. Lögin tóku gildi í febrúar en þingið frestaði skyldunni rétt áður en lögreglan átti að framfylgja henni um miðjan mars.

Heilbrigðisráðherrann, Johannes Rauch, sagði að uppgangur nýrra veiruafbrigða hefði breytt viðhorfi borgaranna hvað varðar virkni og nauðsyn bólusetninganna, jafnvel meðal þeirra sem eru hlynntir bóluefninu.

Skyldubólusetningar gætu komið í veg fyrir að fólk fari í örvunarskammt af fúsum og frjálsum vilja, en örvunarskammtar myndu hjálpa til við að hefta faraldurinn í haust, sagði ráðherrann.

Hann sagði að vandamál eins og verðbólga og hátt orkuverð og ótti við stríðið í Úkraínu hafi ýtt undir spennu í samfélaginu.

„Við þurfum á allri samstöðu og samheldni að halda til að takast á við næstu mánuði og ár,“ sagði Rauch. „Og umræðan um skyldubólusetningu og harðnandi afstöðu til málaflokksins hefur eyðilagt þá samstöðu.“

Skildu eftir skilaboð