Heilbrigðisráðherra Þýskalands ræðst á óbólusett hjúkrunarfólk – „framlag ykkar er einskis virði“

frettinErlent2 Comments

Um 300 hjúkrunarfræðingar og annað sjúkrahússtarfsfólk, sem rekið hafði verið úr starfi fyrir að neita Covid sprautum, stóð á hliðarlínunni og mótmælti á ráðstefnu heilbrigðisráðherra Þýskalands, Karl Lauterbach, í Magdeburg á miðvikudag. Þar var ráðherrann með kynningu sem miðaði að því að fá finna fleira starfsfólk og bæta umönnun sjúklinga.

Lauterbach öskraði á mótmælendur: „Þið hafið ekki lagt neitt af mörkum með vinnu ykkar!“ Hann var púaður niður og flautur og hróp trufluðu ræðu hans.

Í fyrsta lagi þakkaði Lauterbach hjúkrunarstarfsfólkinu í Þýskalandi fyrir það að landið skuli hafa „farið í gegnum heimsfaraldurinn með hætti sem önnur lönd náðu ekki að gera.“

Lauterbach ávarpaði þá óbólusettu hjúkrunarfræðingana: „Þeir sem eru að mótmæla bólusetningum hér hafa ekkert lagt af mörkum til þessa. Þið hafið engan rétt á að vera hér!,“ kallaði hann. „Hér er bólusetta fólkið,“ bætti hann við og benti á hinn hluta hópsins, „sem við eigum allan okkar árangur að þakka.“

Og ennfremur: „Þið hafið ekki lagt neitt af mörkum og mér finnst það svívirðilegt að þið skulið enn hafa taugar til að misnota aðstöðu ykkar mæta á samkomu með fólki sem hefur unnið vinnuna sína!" Lauterbach endurtók: „Vinnuframlag ykkar er einskis virði, ég vil að það komi mjög skýrt fram hér.“

Á föstudaginn sagði Lars Wieg, stjórnarformaður sambands þýskra slökkviliðsmanna: „Það er ekki aðeins rangt sem heilbrigðisráðherrann er að segja, heldur líka kjaftshögg fyrir starfsmenn slökkviliðs- og björgunarsveita.

Hér má sjá myndband af þýska ráðherranum með enskum texta. Handahreyfingar hans hafa vakið athygli:


2 Comments on “Heilbrigðisráðherra Þýskalands ræðst á óbólusett hjúkrunarfólk – „framlag ykkar er einskis virði“”

  1. Maðurinn er klikkaður, líkt og Hitler. Árið 1939 hefði þessi maður látið lífláta þá sem létu ekki bólusetja sig.

  2. Maðurinn er greinilega heimskingi fastur í group thinking. Greinilega 1.300 gr. baunaheili.
    Að heimta aðgang fyrir hönd hinna fámennu ofsa ríku Davos klíku aö blóðrássinna í öllum almenningi á vesturlöndum er fullkomið brjálæði.

Skildu eftir skilaboð