Stéphane Eimer, 52 ára, stofnandi og forstjóri Biogroup, sem framleiðir ýmis lækningartól, lést á dularfullan hátt í París í síðustu viku. Líkið fannst á götunni, við Royal Monceau hótelsið (VIII arrondissement) og rannsakar lögreglan nú málið. Í augnablikinu er verið að skoða hvort um fall af svölum sé að ræða.
Áætluð auðæfi Eimer voru 600 milljónir evra og fyrirtæki hans Biogroup er með 742 rannsóknarstofur víðsvegar um heiminn. Fyrirtækið rekur stærstu klínísku rannsóknastofu Frakklands, og hefur sérhæft sig frá upphafi heimsfaraldurs í framleiðslu og vinnslu á PCR prófum og "Antigen hraðprófum."
Á síðustu fjórum árum hefur velta Biogroup aukist úr 215 milljónum í 1,3 milljarða evra vegna heimsfaraldursins.