Hinn 46 ára gamli trommuleikari Travis Barker, í hljómsveitinni Blink-182, var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið Cedars-Sinai í Los Angeles á sjúkrabörum í gær, þriðjudag. Eiginkona hans, Kourtney Kardashian, fylgdi sjúkrabílnum eftir á einkabíl. Ástæðan er sögð óþekkt en það að Barker hafi verið fluttur á Cedars-Sinai bendir til þess að atvikið sé alvarlegt.
Þótt óljóst sé hvers vegna Barker hafi veikst, tóku aðdáendur eftir tísti frá honum fyrr á þriðjudag, þar sem stóð: „Bjargaðu mér Guð.“ Margir bentu þó á að tístið sé einnig nafn á lagi eftir náinn vin hans, Machine Gun Kelly.
16 ára dóttir Barkers, Alabama, bað fylgjendur sína að „biðja fyrir honum“ á Instagram stuttu eftir að pabbi hennar var fluttur á sjúkrahús.
Travis Barker og Kourtney Kardashian giftu sig síðasta mánuði á Ítalíu.

Travis Barker fluttur á sjúkrahús
Ashton Irwin í 5 Seconds of Summer með einkenni heilablóðfalls
Meira af trommuleikurum. Ástralski trommuleikarinn Ashton Irwin, 27 ára, í hljómsveitinni 5 Seconds of Summer var fluttur af sviði á miðjum tónleikum í Texas í gær. Irwin saðist hafa verið með einkenni heilablóðfalls; yfirþyrmandi höfuðverk og hafi misst sjónina um tíma. Næstu tónleikum með sveitinni hefur verið frestað.

Ástalski trommuleikarinn Ashton Irvin