Dr. Vladimir Zelenko, læknir, vísindamaður, átta barna faðir og baráttumaður fyrir læknisfræðilegum réttindum er látinn eftir baráttu við sjaldgæft og banvænt krabbamein.
Zelenko var orthodox gyðingur, fæddist árið 1973 í Úkraínu en fluttist ungur til New York þar sem hann nam læknisfræði og bjó alla tíð.
Zelenko sem áður var „venjulegur heimilislæknir“ öðlaðist heimsfrægð á „einni nóttu,“ ef svo má segja, eftir að Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseta var gefin lyfjameðferð við Covid-19 sem Zelenko lagði til og kallast í dag Zelenko-protocol, stundum nefnt „Trump-lyfið.“
Meðferðin er ódýr og sannreynd og þegar Trump fékk meðferðina við Covid hafði Zelenko þegar meðhöndlað um 350 sjúklinga með lyfjablöndunni, þar sem aðeins einn þeirra hafði þarfnast sjúkrahúsvistar.
Greindist með banvænt krabbamein og missti annað lungað
Árið 2018 greindist Zelenko með sjalgæft og banvænt krabbamein (pulmonary artery sarcoma), sem hefur 10 prósent dánartíðni. Hann fór í opna hjartaaðgerð og missti hægra lungað og fór síðan í mjög erfiða lyfjameðferð. Frá því 2020 hefur hann farið í aðra aðgerð og fleiri lyfjameðferðir.
Í mars 2020 sagði Zelenko í viðtali við WND: Tilgangur minn í lífinu hefur í raun verið að reyna að lina sársauka og þjáningu annarra. Ekki að hugsa um sjálfan mig."
Tilnefndur til nóbelsverðlauna
Fyrir „Zelenko-meðferðina“ við Covid-19 var hann tilnefndur til nóbelsverðlauna. Hann birti ritrýnda grein sem sýndi 84 prósenta fækkun á sjúkrahúsinnlögnum meðal sjúklinga í áhættuhópum sem fengu snemmtæku lyfjameðferðina, Zelenko-protocol.
Í samstarfi við prófessor Martin Scholz frá Heinrich Heine háskólanum í Düsseldorf í Þýskalandi og Dr. Roland Derwand frá München, Þýskalandi, birtu þeir greinina í International Journal of Antimicrobial Agents.
Sagði Ísraela hafa þróað með sér alnæmi eftir sprauturnar
Zelenko hefur frá upphafi Covid-19 varað við Covid bóluefnunum og hélt því m.a. fram að um helmingur Ísraela hafi þróað með sér alnæmi eftir allar Covid-sprauturnar. Ónæmiskerfi þeirra ráði ekki við mildasta afbrigðið (ómíkron) sem þá til dauða.
Meira um Dr. Zelenko má lesa hér:
One Comment on “Dr. Zelenko látinn – öðlaðist heimsfrægð á einni nóttu fyrir „Trump-lyfið“ við Covid-19”
Mjög leiðinlegt að heyra. Hann var opinber með veikindin sín á Telegram síðunni hans og ófá myndböndin sem maður horfði á hann. Viðkunnanlegur maður með mikla réttlætiskennd og hjartað á réttum stað. Hafsjór af upplýsingum frá honum og mikið óeigingjarnt starf í þágu fólksins á sama tíma og hann barðist við veikindin sín. Á eftir að sakna hans, þvílík persóna.