Vilji menn brjóta heilbrigðisvísindin til mergjar „er fyrsta skrefið að losa sig við þá tálsýn, að tilgangur nútíma læknavísinda sé að bæta heilsu Bandaríkjamanna fljótt og vel. Að mínum dómi er eiginlegur tilgangur fjármögnunar klínískra rannsókna á viðskiptalegum grunni, sá, að hámarka ágóða, en ekki heilsubót.“
Svo tjáir sig John Abrahamson við Harvard læknaskólann, höfundur bókarinnar „Ofurskammtar Bandaríkjamanna: Svikin loforð bandarískra læknavísinda“ (Overdosed America: The Broken Promise of American Medicine), sem kom út árið 2004. Síðar gaf hann út aðra bók um efnið. Meginstef eru m.a. þau, að fyrir lyfjafyrirtækjum vaki fyrst og fremst að selja og að læknar séu í sjálfu sér ofurseldir rannsóknum og leiðbeiningum fyrirtækjanna við lækningar sínar.
Þessi orð fá dýpri hljómgrunn, þegar Anthony Fauci (f. 1940), forstjóri Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar BNA (National Institute of Allergy and Infectious diseases) mælir:
«Atlaga að mér, jafngildir atlögu að vísindunum.“ Á sviði læknavísinda eru það orð að sönnu. Anthony hefur verið nær alvaldur fjárveitinga til rannsókna um áratugi, bæði í heimalandinu og á alheimsvísu, stundum í samráði við samherja sína í Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (World Health Organization – WHO) og einkasjóði auðmanna eins og Bill Gates og Wellcome Fund. Hann ávaxtar pund lyfjafyrirtækjanna, sjálfs sín, og stofnunar þeirrar, sem hann veitir forstöðu, eins furðulega og það hljómar.
Anthony var t.d. mjög í mun að telja almenningi trú um, að upphaflega Covid-19 veiran hefði fundist í náttúrunni. Hann gekk meira að segja svo langt að sérpanta rannsóknir í því skyni að gera lygar sínar trúverðugri.
Þar með er saga Anthony ekki sögð. Ferill Anthony er ófagur, að dómi Vera Sharav (f. 1937), stofnanda „Samtaka um mannvernd við rannsóknir“ (Alliance for Human Research Protection). Hún hefur grandskoðað rannsóknir á börnum í Bandaríkjunum og víðar um árabil. Vera sagði: „Fauci fægði barasta öllum dauðu ungbörnunum undir teppið. Þau voru hliðartjón (collateral damage) á framabraut hans. Þau voru sorpbörn (throw away).“
Og hvergi nærri er lokið Anthony sögu Fauci.
Heimildir má finna hér í pistli Arnars.