Hinn 16. desember 2021, stuttu áður en byrjað var að bjóða upp á Covid bólusetningar barna, er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalæknir í fréttum að „það væru börnin sem bæru faraldurinn uppi, sem væri enn á ný á hraðri uppleið.“
Ný íslensk rannsókn sýnir annað
Ný íslensk rannsókn um COVID-19 og börn birtist í tímaritinu, The Pediatric Infectious Disease Journal, 8. júlí sl. Höfundar rannsóknarinnar eru Ásgeir Haraldsson barnalæknir, Valtýr Stefánsson Thors barnalæknir, Þorvarður Jón Löve gigtarlæknir og Kristín L. Björnsdóttir.
Þar kemur fram að börn hafi átt lítinn þátt í útbreiðslu faraldursins. Það var aldrei mikil útbreiðsla smita í skólum, 65% barna smituðust á heimili (af heimilismanni), en aðeins 12% í skóla eða dagvistun.
Í þessari sömu frétt er rætt við Ásgeir Haraldsson barnalækni og einn af höfundum rannsóknarinnar. Hann sagði meðal annars það vera samfélagsleg ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín og að þessi bóluefni (mRNA) væru betri en hinn gömlu hefðbundnu efni og að það væri mikill ávinningur í því að koma í veg fyrir truflun á skóla og félagslífi. Ásgeir sagði einnig að aukaverkanir af þessari nýju tegund bóluefna væru minni en af þeim gömlu.
Röskun á skólastarfi barnanna virðist hafa verið óþarfi sbr. rannsókn Ásgeirs og félaga og nokkuð sem var vitað áður (sjá neðar) og þess má geta að nýleg fréttatilkynning frá Lyfjastofnun Svíþjóðar segir að 90% af öllum tilkynntum aukaverkunum af lyfjum væru vegna Covid bóluefnanna.
En í rannsókn þeirra Ásgeirs, Valýts, Þorvarðar og Kristínar kemur í ljós, eins og áður segir, að þáttur barna í útbreiðslu smita var lítill, aðeins 12% smita meðal barna mátti rekja til skóla eða dagvistunar og að alvarleg veikindi barna væru fátíð.
Fyrsta innlögn barns á spítala vegna Covid (eða aukaverkanna bóluefnisins) miðað við fréttir, var þegar fjórtán ára bólusettur drengur þurfti að leggjast inn með blóðtappa í lungum.
Þekkingin til staðar frá upphafi?
Það sem fram kemur í íslensku rannsókninni kemur heim og saman við það sem Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir sagði á Bylgjunni 20. október 2020: „Þessi smit sem hafa komið upp í skóla hafa verið nánast í öllum tilvikum að fullorðinn einstaklingur kemur með smit inn í skólann eða kennslustofu eða hópinn. Börn virðast smita minna á milli sín sem er mjög áhugavert og við getum ekki alveg útskýrt hvers vegna,“ sagði Bryndís.
Það sama kom einnig fram hjá landlækni í maí 2020: „Gögnin sýna að börn fá kórónuveiruna síður í sig, smita síður frá sér og veikjast minna en fullorðnir.“
Þá var þegar til staðar víðamikil sænsk rannsókn sem náði til næstum tveggja milljóna sænskra barna með COVID-19, þar sem smit innan skóla voru rannsökuð og smit innan fjölskyldna skólabarnanna. Svíar virðast hafa tekið mark á rannsókninni og skólum var að langmestu haldið opnum.
Síðan má nefna rannsókn Axfors og Ioannidis, eins fremsta faraldsfræðings heims sem sýndi að börnum stafaði ekki hætta á að deyja af Covid í 99.9973% tilfella sem er sama sem núll. Rannsóknin náði til fjölda landa og þar á meðal Íslands. Hættan á að barn látist af Covid er 0.0027%, en samt var ráðist í að sprauta börnin.
Þannig að vitneskjan um litla útbreiðslu smita meðal barna var til staðar mun fyrr og er staðfest í þessari nýju islensku rannsókn. Einhverjir hljóta þvi að spyrja hvort orðalag sérfræðinganna, eins og „samfélagsleg ábyrgð foreldra,“ og „börnin beri faraldurinn uppi,“ hafi einfaldlega verið bóluefnasölumennska. Það þyrfti að skoða nánar.
Niðurstaða rannsóknar Valtýs, Ásgeirs, Þorvarðar og Kristínar:
Alls voru 1749 börn smituð af SARS-CoV-2 í þremur smitbylgjum. Allar bylgjur voru svipaðar varðandi alvarleika sjúkdómsins en tíðnin var fimmfalt hærri í þriðju bylgjunni (3,5 á móti 0,73/1000 börn/mánuði). Engin börn voru með alvarleg einkenni, 81 (4,6%) voru með miðlungsmikil einkenni, 1287 (73,9%) voru með væg og 374 (21,5%) voru einkennalaus. Einkenni frá efri (n = 839, 48%) og neðri öndunarvegi (n = 744, 43%) voru algengust. Miðgildi á lengd einkenna var 5 dagar og unglingar voru í meiri hættu á lengri veikindum [OR:1,84 (1,39–2,43)]. Nítján (1,1%) börn þurftu á læknisaðstoð að halda en ekkert barn var lagt inn á sjúkrahús. Uppruni sýkingar var í 65% tilvika aðili á heimilinu.
Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur gerir þessu greinargóð skil á breska miðlinum Daily Sceptic.
One Comment on “Börnin báru faraldurinn ekki uppi eins og sóttvarnalæknir sagði sbr. nýja íslenska rannsókn”
Djöfulsins lygari þessi Ásgeir, samkvæmt VAERS þá eru þessi bóluefni að valda tífalt meiri aukverkunum