Lést eftir að hafa drukkið heila flösku af Jägermeister á tveimur mínútum

frettinInnlendarLeave a Comment

Suður-afrískur karlmaður sem drakk heila flösku af Jägermeister í svokallaðri "binge-drinking" keppni eða ofdrykkjukeppni, lést skömmu eftir athæfið.

Lögreglan í Waterval hefur nú hafið rannsókn á dauða mannsins, sem hún telur hafa verið á þrítugsaldri.

Á myndbandi sem dreift hefur verið um veraldarvefinn sést hvernig maðurinn helti áfenginu í sig á innan við tveimur mínútum um síðustu helgi á meðan fólk klappaði og hvatti hann til dáða. Stuttu síðar missti hann meðvitund og var fluttur á sjúkrahús.

Að sögn talsmanns lögreglunnar, Brigadier Motlafela Mojapelo, gerðist þetta á stað sem selur áfengi á tilboðsverði í Mashamba þorpinu í Elim.

Brig Mojapelo sagði að vinsælt væri að taka þátt í drykkjusamkeppni, þar sem sá sem gæti neytt heilrar flösku af Jagermeister innan tiltekins tíma myndi vinna um 10 pund í peningum eða um 1650 íslenskar krónur.

Samkvæmt rannsókn sem var gerð árið 2017 í Suður-Afríku, kom í ljós að þriðji hver einstaklingur sagðist drekka áfengi, en einn af hverjum sjö sagði sagðist stunda ofdrykkju og drekka áfengi daglega.

Myndbandið þar sem maðurinn sést drekka úr flöskunni má sjá hér neðar.


Skildu eftir skilaboð