Þrír hafa fengið bætur vegna líkamlegs skaða hér á landi eftir Covid sprautuefnið. Alls hafa 40 manns sent inn umsóknir til Sjúkratrygginga Íslands en tveimur umsóknum hefur þegar verið hafnað, en hinar eru enn í ferli. Íslenska ríkið er ábyrgt fyrir hvers konar tjóni sem fólk verður fyrir í kjölfar bólusetninga.
Framleiðendur bóluefnanna eru lausir við alla ábyrgð á skaða af völdum Covid bóluefanna sem er á neyðarleyfi í Bandaríkjunum (EUA) og skilyrtu markaðsleyfi í Evrópu og Íslandi.
RÚV segir frá því að Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands segir það taka tíma að vinna úr umsóknunum, rannsaka þurfi hverja og eina umsókn og fylgjast með þeim aukaverkunum sem fólk hefur orðið fyrir. Meta þurfi hvort tjónið sé varanlegt eða hvort um sé að ræða tímabundnar aukaverkanir sem munu líða hjá.
Lyfjastofnun Íslands hefur borist 6.178 tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar Covid bólusetninga, þar af 300 alvarlegar. 107 tilkynningar hafa borist vegna barna á aldrinum 5-17 ára, þar af 11 alvarlegar samkvæmt svari frá Lyfjastofnun.
One Comment on “Íslenska ríkið byrjað að greiða út skaðabætur vegna Covid sprautanna”
„…Framleiðendur bóluefnanna eru lausir við alla ábyrgð á skaða af völdum Covid bóluefanna sem er á neyðarleyfi í Bandaríkjunum (EUA) og skilyrtu markaðsleyfi í Evrópu og Íslandi…“
Þið sem að fóruð í þessar svokölluðu bólusetningar, ættuð núna að þakka með formlegum- og viðeigandi hætti ykkar heilbrigðis-ráðherra fyrir taka líka svona allan rétt af ykkur til höfða mál gegn bóluefnafyrirtækjunum.