Hlutverk C-vítamíns í líkamanum

frettinGuðrún Bergmann, PistlarLeave a Comment

Heilsupistill eftir Guðrúnu Bergmann:

C-vítamín, einnig þekkt sem ascorbic acid (askorbínsýra), er nauðsynlegt fyrir vöxt, uppbyggingu og viðgerðir á öllum vefjum líkamans. Það eru einnig nauðsynlegt ýmissi annarri starfsemi líkamans, meðal annars myndun kollagens, upptöku á járni, því að ónæmiskerfið starfi rétt, að sár grói og til viðhalds á brjóski, beinum og tönnum.

C-vítamín er eitt af hinum mörgu andoxunarefnum, sem getur verndað líkamann fyrir skaðlegum mólekúlum sem kallast frjálsar stakeindir, svo og gegn áhrifum af eiturefnum og mengun eins og til dæmis frá sígarettureyk.

Frjálsar stakeindir geta safnast upp í líkamanum og leitt til þess að sjúkdómar eins og krabbamein, hjartasjúkdómar og liðagigt myndist í honum.

ÖRUGGT OG TAPAR EKKI GILDI SÍNU

Sérfræðingar eru almennt sammála um að C-vítamín sé eitt öruggasta og áhrifaríkasta bætiefnið. Það styrkir ónæmiskerfið, er gott fyrir hjarta- og æðakerfið, dregur úr augnsjúkdómum og jafnvel úr því að húðin hrukkist – og fullorðnir geta tekið 2000 mg af því á dag.

Í niðurstöðum af rannsókn sem birt var í Seminars in Preventive and Alternative Medicine, þar sem skoðuð voru meira en 100 C-vítamín rannsóknarverkefni sem náðu yfir tíu ára tímabil, kom í ljós að listinn yfir þann ávinning sem líkaminn nýtur við að taka inn C-vítamín bara lengist.

„C-vítamín hefur fengið mikla athygli og það er góð ástæða fyrir því, vegna þess að hærra magn af C-vítamíni í blóði virðist vera mælikvarði á almennt góða heilsu,“ er haft eftir yfirmanni rannsóknarinnar Mark Moyad, MD, MPH hjá Háskólanum í Michigan.

„Því meira sem við rannsökum C-vítamín, því betur skiljum við hversu fjölbreytta vörn það veitir gegn hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameinum, heilablóðfalli, sjónvandamálum og styrkir ónæmiskerfið,“ en Moyad heldur því jafnframt fram að besti dagskammtur af því gæti átt að vera hærri en 2000 mg.

C-VÍTAMÍN ER VATNAUPPLEYSANLEGT

Líkaminn geymir ekki C-vítamín, svo það er engin hætta á að taka of mikið af því. Meira en 2000 mg af C-vítamíni á dag sem ekki er lipósómal, gæti hins vegar leitt til niðurgangs.

Þar sem C-vítamín er eitt af vatnsuppleysanlegu bætiefnunum, er nauðsynlegt að taka það inn daglega til að hafa nægilegt magn af því í líkamanum til að viðhalda góðri heilsu hans.

LÍPÓSÓMAL C-VÍTAMÍN

Ég hef í nokkur undanfarin ár notað C-vítamínið frá Dr. Mercola, en það er lípósómal.

Enska orðið „liposome“ er dregið af grísku orðunum „lipo“ fyrir fitu og „soma“ fyrir líkama. Lípósómar eru kúlulaga „belgir“ úr tvöföldum hring af fitusýrumólekúlum eða lesítínmólekúlum, sem notaðir eru til að innilykja og flytja það sem í þeim er beint inn í frumur og líkamsvefi.

Lípósómal bætiefni eru mun auðupptakanlegri fyrir líkamann því þau fara í gegnum frumuhimnuna, sem samanstendur af forfórlípíðum, líkt og lípósómið. Það blandast auðveldlega lesítíninu í lípósómanu og innlimar það inn í frumurnar með samruna, þannig að virka efnið í því nýtist strax.

Lípósómal bætiefni geta verið sérstaklega heppileg fyrir þá sem eru með einhver vandamál í meltingarvegi eða eiga í erfiðleikum með upptöku á næringarefnum.

Að sjálfsögðu er hægt að neyta C-vítamínríkrar fæðu reglulega, en það þarf að neyta mjög mikils af henni til að ná í 2000 mg dagskammt af C-vítamíni.

Neytendaupplýsingar: Lípósómal C-Vítamínið frá Dr. Mercola fæst í verslunum Mamma Veit Best á horni Dalbrekku og Auðbrekku í Kópavogi og á Njálsgötu 1 í Reykjavík.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, stjörnuspeki, andlega mál og leiðir til að viðhalda góðri heilsu með náttúrulegum aðferðum.

Skildu eftir skilaboð