Amnesty fer villt vegar

frettinIngibjörg Gísladóttir, PistlarLeave a Comment

Eftir Ingibjörgu Gísladóttur. Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 15.7.2022

Fyrir nokkrum árum komst kvikmyndaframleiðandinn Michael Moore að þeirri niðurstöðu að „græna orkubyltingin“ væri svikamylla sem stjórnað væri af græðgiskapítalistum og úr varð heimildamyndin "Planet of the Humans.“ Væri ég kvikmyndagerðarmaður þá myndi ég gera heimildamynd um Amnesty International sem ég tel vera orðin pólitísk samtök og hætt að setja mannréttindi í forgang.

Ég studdi Amnesty á þeim tíma er áskoranir til stuðnings hinum og þessum einstaklingum eða málefnum voru sendar út á pappír en með árunum fann ég hjá mér minni og minni löngun til að styðja samtökin og að lokum hætti ég því alveg; mál Navalnís mun hafa gert útslagið.

Eins og menn vita hefur Rússinn Alexei Navalní iðulega verið fangelsaður sakir skoðana sinna á stjórnvöldum í Moskvu og barðist Amnesty fyrir rétti hans sem samviskufanga. Dag einn fóru þó einhverjar gamlar skoðanir hans fyrir brjóstið á stjórnendum Amnesty og hann var strikaður út af listanum. Amnesty gerði sig sek um það sem samtökin þóttust berjast á móti.

Upphafsatriði myndarinnar yrði því trúlega viðtal við Navalní þar sem hann yrði spurður hvaða skoðanir hans hefðu ein milljón manna komið löglega til BNA á hverju ári, þar af fjölmargir frá Rómönsku Ameríku, en ef engar hömlur eru á þeim fjölda er koma þaðan þá minnkar hlutfallstala svartra stöðugt og þar með pólitísk áhrif þeirra. Skyldi Amnesty hafa tekið það með í reikninginn?

Amnesty hefur gerst „woke“. Það virðist hafa komist undiráhrif ný-marxista og peningavalds íslamista eða annarra er agitera fyrir opnum landamærum

Í myndinni yrði því hinn svarti borgarstjóri NY-borgar spurður hvort tilraunir hans til að berjast gegn glæpum væru rasískar og búgarðaeigendur í Texas (sem nær allir eru af rómönskum ættum) spurðir hvort andstaða þeirra við frjálst flæði fólks yfir lönd þeirra væri til merkis um útlendingahatur.

Næst myndi ferðinni heitið til Ísraels og Molly Malekar, framkvæmdastjóri Amnesty þarlendis, spurð hvort aðskilnaðarstefna ríkti þar, eins og haldið er fram í nýlegri skýrslu samtakanna. Hún myndi trúlega segja hið sama og hún gerði í viðtali við Zman Yisrael að Amnesty hefði ekki umboð til að endurskilgreina hugtök og þessi skýrsla væri ekki í samræmi við þau vinnubrögð Amnesty að vinna að skilgreindum mark- miðum. Spyrja mætti einnig íslamistann Mansour Abbas hvernig í ósköpunum hann hefði komist í ríkisstjórn í þessu apartheid-ríki.

Í skýrslunni „Israel’s Apartheid Against Palestinians“ er kom út fyrr á þessu ári er hugtakið aðskilnaðarstefna skilgreint sem langvarandi og grimmileg mismunun eins kynþáttar á öðrum með stjórn á honum að markmiði (bls. 61) og á bls. 12-13 kemur fram að aðskilnaðarstefnu sé framfylgt gagnvart palestínskum flóttamönnum og afkomendum þeirra. Þessi nýja skilgreining er undarleg. Um helmingur gyðinga í Ísrael kom frá arabalöndum svo þeir tilheyra ekki neinum sérstökum kynþætti og að tala um aðskilnaðarstefnu gagnvart fólki sem býr í öðrum löndum er nýmæli.

Amnesty hefur gerst woke og tekið upp ný-marxismann er skiptir fólki upp í kúgara og undirokaða. Litið er á svarta New York búa sem fórnarlömb rasískrar löggæslu jafnvel þótt þeir fremji meginhluta glæpa þar og sýnin á Palestínumenn er að þeir séu fórnarlömb gyðinga þrátt fyrir að greinilega megi sjá af skýrslunni að þrengt sé að réttindum þeirra í framhaldi af intífödum og hryðjuverkum. Eina vonin, skv. skýrslunni, er þó að halda slíkri baráttu (jíhadi) áfram (bls. 111).

Amnesty virðist líta svo á að það sé réttur Mið- og Suður- Ameríkubúa að flytja til BNA og breyta þar með samsetningu þjóðarinnar og að Ísraelsmenn eigi að rífa alla múra og viðurkenna rétt Palestínumanna til að flytja „heim“ til þorpa sem ekki hafa verið til í meira en 70 ár. Krafa skýrsluhöfunda er því að Ísrael hætti að vera eitt af fremstu lýðræðisríkjum heims (nr. 23 árið 2021 skv. Economist) en bætist í hóp 57 múslimaríkja.

Amnesty virðist hafa komist undir áhrif peningavalds íslamista eða annarra er halda fram ágæti opinna landamæra líkt og grænu hugsjónamennirnir í mynd Moores voru komnir undir stjórn Wall Street.

Skildu eftir skilaboð