Á vef Landspítalans er að finna upplýsingar um andlát sjúklinga á Landspítala með COVID-19 frá upphafi faraldurs. Þar má sjá að á síðastliðnum sex og hálfum mánuði hafa fleiri látist með Covid en frá upphafi faraldurs og samkvæmt Covid.is hefur 82% landsmanna fengið Covid sprautefni.
Í aldurshópunum 60 ára og eldri er bólusetningahlutfallið um 95% og meirihluti þeirra hafa fengið þrjár sprautur. Um helmingur í hópnum 80 ára og eldri hafa fengið fjórar sprautur.
Landspítalinn gefur ekki upp bólusetningastöðu þeirra látnu, sem flestir virðast eldri borgarar af fréttum að dæma, en hlutfall bólusettra á árunum 2021-2022 er eins og áður segir um 95% hjá 60 ára og eldri. (Bólusetningar elstu hópana hófust 29. des. 2020).
Covid dauðsföll á Landspítalanum eru því um helmingi hærri á árunum 2021-2022, eftir að bólusetningar hófust og samkvæmt svari frá Landspítalanum tengjast 48 andlát fjórðu bylgjunni sem hófst 30/6 2021, þegar meirihluti þjóðarinnar hafði verið tvísprautaður.
2020 - 25 sjúklingar létust á 10 mánaða tímabili,
2021 - 8 sjúklingar létust á 12 mánaða tímabili,
2022 - 41 sjúklingur lést á 6,5 mánaða tímabili.