Fréttin mælir með þessum kjúklingarétti sem sumir kalla besta kjúklingaréttinn og er ótrúlega mikið lostæti.
Uppskriftin gæti ekki verið einfaldari, en bragðast eins og bragðlaukarnir séu komnir til himna.
Rétturinn fær fimm stjörnur hjá ýmsum matarbloggurum og margir vilja meina að þetta sé uppáhalds kjúklingaréttur fjölskyldunnar og matreiða hann ávallt þegar hún vill hafa það notalegt. Rétturinn er tilvalin sunnudagsmáltíð.
Uppskrift:
Uppáhalds kjúklingarétturinn
4-5 kjúklingabringur
4 stk hvítlauksrif, söxuð smátt
1/2 l matreiðslurjómi
1 stk piparostur (þessir hringlaga)
1 krukka rautt pestó
2 msk soyasósa
5-10 dropar tabasco sósa
- Setjið um 1/2-1 msk af smjöri og léttsteikið hvítlaukinn.
- Bætið þá matreiðslurjóma, piparosti, rauðu pestó, soyasósu og tabasco sósu saman við, bræðið ostinn og smakkið sósuna til.
- Brúnið kjúklingabringurnar á annarri pönnu, á hvorri hlið og setjið síðan í eldfast mót.
- Hellið sósunni yfir bringurnar og látið inn í 175°c heitan ofn í um hálftíma eða þar til kjúklingabringurnar eru fulleldaðar.
Með þessu er gott að bera fram salat með iceberg, avacadó, rauðlauk, fetaosti og hrísgrjónum.