Barnið sem féll út um opinn glugga á fjórðu hæð fjölbýlishúsi í gær er eins og hálfs árs. Fallið var um fimmtán metrar.
Þetta staðfesti Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi og sagði slysið hafa átt sér stað í fjölbýlishúsi í austurborginni.
„Við erum núna bara að skoða það hvernig barnið kemst þangað, það var einhver opinn gluggi þarna á fjórðu hæðinni.“
Jóhann sagði að barnið væri eins og hálfs árs en engir sjáanlegir áverkar hafi verið á barninu þegar farið var með það á sjúkrahús, þar sem það dvelur núna.
One Comment on “Barnið sem féll út um glugga á fjórðu hæð er eins og hálfs árs”
endurvarpa kerfi Simin .is hleypir ekki öðrum islenskum simum gegnum endurvarpa sina nema hjá erlendum túristum erlend númer