Woke hjálpar Rússum – valþröng Selenskí

frettinPistlar1 Comment

Eftir Pál Vilhjálmsson blaðamann og kennara:

Rússar eiga vaxandi vinsældum að fagna í Afríku, skrifar Telegraph sem er and-rússneskur miðill, líkt og þorri vestrænna fjölmiðla.

Woke-hugmyndafræðin tröllríður vesturlöndum síðustu ári. Hugmyndafræðin málar hvíta vesturlandabúa sem rasista og síðnýlendukúgara. Orðræðan spilar beint upp í hendurnar á Rússum sem, þótt hvítir séu, voru aldrei nýlenduveldi. Og, það sem meira er, engin woke-hugmyndafræði er í Rússlandi.

Samningurinn í Tyrklandi, milli Úkraínu og Rússlands, með blessun Sameinuðu þjóðanna, um kornútflutning forðar fátækum þjóðum Afríku frá hungursneyð. Pútín græðir á þessu, segir Telegraph gremjulega.

Samningurinn er sagður einn af nokkrum sem voru undirritaðir samtímis í Istanbúl. Aðeins hluti samninganna er opinber. Stjórnmálaskýrendur segja að Pútin hafi fengið það sem hann þurfti.

Úkraínumenn virðast hafa verið neyddir af bakhjörlum sínum, vesturlöndum, að skrifa undir. Til að auglýsa vanmátt stjórnarinnar í Kænugarði skutu Rússar flugskeytum á Ódessu, einu hafnarborg Úkraínu við Svartahaf, og mana Selenskí að lýsa samningana dauða og ógilda. Ef Selenskí gerir það situr hann uppi með Svarta-Pétur, óvinur sveltandi þjóða.

Woke-vesturlönd stjórna fréttaumfjöllun Úkraínudeilunnar en Pútín ræður atburðarásinni.

One Comment on “Woke hjálpar Rússum – valþröng Selenskí”

  1. Rússar sprengdu birgðageymslu og lítið herskip úkraínumanna í höfninni í Odessa. Geymslan var full af vopnum frá vesturveldunum og herskipið var að flytja bandarískar harpoon flaugar sem eru gerðar til þess að granda skipum.

Skildu eftir skilaboð