Samkvæmt júnískýrslunni 2022 dregur stöðugt úr áhyggjum vegna Covid-19 og er það nú í tíunda sæti en áhyggjur vegna verðbólgu aukast stöðugt og er hún efst á listanum í 10 löndum. Hvað varðar áhyggjur af glæpum og ofbeldi er forvitnilegt að Svíþjóð lenti í þriðja efsta sætinu. Þar höfðu 57% íbúa áhyggjur af ofbeldi og glæpum en Mexíkó var á toppnum með 66%. Pólverjar lentu neðstir; aðeins 6% þeirra merkti við það áhyggjuefni.
Myndin sýnir hversu miklar eða litlar áhyggjur þjóðir hafa af ofbeldi og glæpum.
Vitað er að sænskar stúlkur upplifa sig ekki öruggar utandyra. Því kom nýlegur dómur yfir hinni 19 ára gömlu Filippu sem dæmd var fyrir brot á vopnalögum fyrir að vera með piparsprey í veski sínu er hún fór út á lífið í Uppsölum á óvart. Sænska ríkissjónvarpið hefur eftir henni að menn viti vel að næturlífið í Uppsölum sé stúlkum hættuspil og frekar en að dæma þá er finna til ótta þá ættu menn að taka á því vandamáli sem orsakar það að konur velji að ganga með piparsprey á sér.
Til að taka á ofbeldis- og glæpavandamáli vandamáli Svía þarf fyrst að viðurkenna eðli þess. Svíar hafa flutt inn ofbeldismenningu með mönnum frá helstu átakasvæðum heimsins og frá þeim svæðum hefur einnig borist sú skoðun að konur séu annars flokks verur sem eigi að vera sem minnst sýnilegar og lúta aga feðra sinna og afa. Vitað er að fjölmargar stúlkur af ættum innflytjenda fá ekki að velja sér sjálfar maka í Svíþjóð. Að sjálfsögðu ætti þeim að vera það frjálst og að sjálfsögðu ættu ungar konur ekki að finna hjá sér þörf til að ganga með piparsprey á Norðurlöndum en í hinum woke nútíma eru sumir karlmenn ofar á forréttindaskalanum en konur. Meira að segja á Íslandi var sjálftaka karla á réttindum kvenna sett í lög. Eina skilyrðið er að skrá sig sem konu.