Sádar kynntu nýlega hugmyndir um borg sem er hluti af 2030 áætlunum krónprinsins, sem er þekktur undir skammstöfuninni MBS. Það er engu líkara en að þeir hafi kallað eftir hugmyndum frá vísindaskáldsagnahöfundum og valið þá furðulegustu.
Borgin á að vera 170 km löng, 500 metra há og 200 metra breið, klædd speglagleri og þar eiga að geta búið 9 milljónir manna. Þetta verður borg án bíla, án CO2 útblásturs, öll þjónusta skal vera í innan við 5 mínútna göngufæri, og í kynningarmyndbandinu hér neðar má sjá dróna skjótast um, væntanlega með sendingar. Hún skal hafa eigin lög, sem væntanlega verða samin af borgarbúum. Borgin skal aðeins nota græna orku, trúlega þá sólarorku, og vatnið skal vera endurnýjanlegt.
Markhópurinn gæti m.a. verið Bandaríkjamenn á eftirlaunum. Trúlega yrði ódýrara að búa þarna en í stórborgum vestra og mun minna um glæpi. Þarna gætu menn átt áhyggjulaust ævikvöld. Trúlega gæti þó orðið óþægilega heitt í borginni þótt speglaveggirnir endurkasti trúlega sólarljósi. Því er lofað að hægt verði að ferðast borgarendanna á milli á 20 mínútum. Sá hraði virðist óþarfi í þessarri "slow city". Það verður spennandi að fylgjast með hvort þessi borg kemst af teikniborðinu.