Fjölmenn mótmæli víða um Evrópu gegn stríðsrekstri Vesturlanda í Úkraínu

frettinErlent, Úkraínustríðið1 Comment

Töluvert hefur borið á mótmælum í Evrópu undanfarið gegn stuðningi Vesturlanda við Úkraínu.

Sænska sjónvarpið SVT  sagði til að mynda frá mótmælum í Þýskalandi í gær en þriðjungur íbúa í austurhluta Þýskalands tekur mark á útskýringum Rússlands um stríðið og í Chemnitz eru mótmælagöngur gegn stuðningi við Úkraínu alla mánudaga.

Mótmælandinn Köhler segir að „ekki sé hægt að fullyrða, að Rússland sé mesti árásaraðili heims sem eigi að frysta úti.“ Mótmælendur vilja að refsiaðgerðum gegn Rússlandi og vopnasendingum til Úkraínu verði tafarlaust stöðvaðar enda hafa margir almennir borgarar mátt þola efnahagslegt tjón vegna aðgerðanna.

Mótmælandinn Luts Köhler segir:

„Innrás Rússa í Úkraínu á sér forsögu. Ég legg ekki mat á það sem Rússar gerðu þegar þeir fóru inn í landið. En forsagan er stækkun Nató. Nú stendur Nató á þröskuldi Rússlands og Rússum finnst sér vera ógnað. Það er einfaldlega ekki hægt að halda því fram að Rússland sé hinn mikli árásaraðili heims sem þarf að frysta úti. Það er tvöfalt siðgæði hins vestræna heims.“

Fjöldi mótmælenda hefur aukist síðustu daga. Annar mótmælandi að nafni Agne sagði við SVT:

„Þýskaland er á hnjánum, efnahagurinn og vinnumarkaðurinn. Við höfum engan iðnað eftir, hann hverfur til Bandaríkjanna og Kína. Það er varla nokkur vinna eftir fyrir fólkið okkar.“

Fjölmenn mótmæli á Ítalíu: Niður með byssurnar – upp með launin!

Síðastliðinn laugardag mótmæltu tugir þúsunda Ítala ákvörðun ríkisstjórnar Ítalíu um að senda vopn til Úkraínu fram til ársins 2024. Verkalýðsfélög USB (Unione Sindacale di Base) skipulögðu mótmælin og tóku margar vinstri hreyfingar þátt og báru borða sem á stóð: „Niður með byssurnar – upp með launin!“ USB skrifaði fyrir mótmælin:

„Ríkisstjórn Meloni dregur okkur dýpra og dýpra inn í stríðsspíralinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ítalía er augljóslega viljugt til að vera í stríði og taka virkan þátt í átökunum, þrátt fyrir að mikill meirihluti þjóðarinnar sé á móti stríðinu og þeirri miklu aukningu hernaðarútgjalda sem því fylgir.“

Giorgia Meloni, nýkjörinn forsætisráðherra Ítalíu, gaf út tilskipun á fimmtudag sem heimilar ríkisstjórn hennar að halda áfram að senda vopn til Úkraínu til ársloka 2023 án þess að leita eftir formlegu samþykki þingsins. Forveri hennar, Mario Draghi, var dyggur stuðningsmaður Kænugarðs og missti völdin eftir að ágreiningur um vopnasendingar klauf stærsta flokkinn í samsteypustjórn hans, Fimmstjörnuhreyfinguna.

Um helmingur Ítala vilja að samið verði um frið og stríðinu hætt í Úkraínu

Ítalskur almenningur er líka klofinn, 49% eru á móti því að senda vopn til Kiev en 38% fylgjandi, samkvæmt skoðanakönnun EuroWeek News í síðasta mánuði. 49% Ítala telja, að Úkraína þurfi að gefa eftir gagnvart Rússlandi í yfirstandandi átökum til að flýta fyrir friðarferlinu. 36% vilja að Kænugarður haldi áfram að berjast samanber skjal á ítölsku hér að neðan.

Í síðasta mánuði tóku um 100 þúsund manns þátt í mótmælum í Róm, þar sem kallað var eftir friðarsamkomulagi til að binda enda á Úkraínudeiluna.

One Comment on “Fjölmenn mótmæli víða um Evrópu gegn stríðsrekstri Vesturlanda í Úkraínu”

  1. Skal einhvern undra að fólk sé búið að fá upp í kok,, fólk vill gétað hitað húsin sín, feingið rafmagn og marvöru á eðlilegu verði, það á að hætta þessu dekri við stríðsrekstur og það vonlausan stríðrekstur..

Skildu eftir skilaboð