Spáir Diljá í topp fimm sætin: hækkar í veðbönkum

frettinTónlistLeave a Comment

Erlendi Eurovision aðdáandinn, Perdo Rivas, lofar söngkonuna Diljá Pétursdóttur í hástert og telur að hún lendi í topp 5 sætunum. Rivas segir Diljá eiga skilið að vinna keppnina. Pedro er afar hrifinn af rödd söngkonunnar og hæfileikum hennar á sviðinu. Hann segir það mjög erfitt að syngja liggjandi, sem Diljá gerir auðveldlega og einnig sé erfitt að hamast á sviðinu, láta sönginn ganga svona vel og ná háum nótum á sama tíma.

Rivas segir Diljá búa yfir miklum persónuleika, með fallegt bros og töff hreyfingar og verður svo furðulostinn þegar að lagið breytist úr ballöðu yfir í "drum and base" og lýsir því sem einstakri snilld sem hafi ekki sést áður. Þá hrósar hann Íslendingum fyrir að bjóða Eurovision keppninni upp á þessa veislu í ár.

Ísland hoppaði úr 26. sæti í það 24. í veðbönk­um og hefur farið hratt upp síðan að Diljá vann íslensku keppnina á laugardaginn. Sig­ur­lík­urn­ar hafa ekki auk­ist enn sem komið er, en ljóst er að mik­ill kraft­ur er í sigl­ingu söngkonunnar í veðbönk­um þessa vik­una.

Norður­lönd­un­um er spáð tals­vert betra gengi í keppn­inni í ár, að und­an­skild­um Dön­um sem er spáð 28. sæti.

Svíþjóð, sem ekki hef­ur enn valið fram­lag sitt til keppn­inn­ar, er spáð sigri. Lík­legt þykir að söng­kon­an Lor­een verði full­trúi lands­ins, en hún er Eurovisi­on-heim­in­um vel kunn. Vann hún Eurovisi­on keppnina árið 2012 með laginu Eup­horia.

Finn­um er spáð öðru sæti, en Käärijä er full­trúi lands­ins og flyt­ur hann sann­kallað par­týlag, Cha Cha Cha.

Norðmönn­um er svo spáð 5. sæt­inu, en fram­lag þeirra í ár er lagið Qu­een of Kings í flutn­ingi Al­essöndru.

Hægt er að sjá umfjöllunina hér neðar og athugasemdirnarna undir eru til marks um mikla ánægju með framlag Íslendinga í ár og einnig fleiri Eurovision aðdáendur tjá sig um flutninginn.

Skildu eftir skilaboð