Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, hélt ræðu í Mar-a-Lago í Flórída í gær eftir yfirheyrslurnar í New York. Hann sagði meðal annars að Bandaríkjadollar væri að hrynja og bráðlega verði hann ekki lengur heimsgjaldmiðill, sem verður mesti ósigur Bandaríkjanna í 200 ár. „Það verður enginn ósigur í líkingu við það, það mun færa okkur frá því að vera stórveldi,“ sagði Trump.
Hann sagði líka: „Ef þið takið fimm verstu forseta í sögu Bandaríkjanna og „leggið þá saman,“ þá hafa þeir samanlagt ekki valdið jafn mikilli eyðileggingu og Joe Biden. Þessir róttæku vinstri brjálæðingar vilja hafa afskipti af kosningum okkar með því að beita lögreglu og ákæruvaldi. Við megum ekki láta það gerast.“
„Að þessu sögðu og með dökkt ský hvílandi yfir okkar ástkæra landi, þá efast ég ekki um að við munum gera Bandaríkin frábær á ný. Þið munið taka eftir því að jafnvel á ystu nöf er enn von,“ sagði forsetinn fyrrverandi.
Hér neðar má hlusta á þenna hluta ræðunnar og meira hér.