Svona hljóðar ákæran á hendur Trump

frettinErlent, Hallur Hallsson, StjórnmálLeave a Comment

Eftir Hall Hallsson:

Nú hefur héraðssaksóknari 37. umdæmis á Manhattan New York, Alvin Bragg gefið út ákæru á hendur 45. forseta Bandaríkjanna, Dónalds Jóns Trump fyrir að hafa látið lögmann sinn Micahel Cohen greiða pornstjörnunni Þrumu Daniel; Stormy Daniel þagnarfé fyrir veitta þjónustu 2006 skjalafals því tengt. Þagnarféð hafi verið greitt skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 svo það hafi haft áhrif á sigur Trump gegn Hillary Clinton. Saksóknarinn Bragg gerir misgjörð; misdemenour í héraði að alríkisglæp í Bandaríkjum Norður-Ameríku; federal felony. Trump var formlega handtekinn í dómshúsinu í Manhattan, fingraför tekin og ákæran lesin yfir honum en var síðan frjáls ferða. Aldrei í sögu Bandaríkjanna hafði forseti verið ákærður. Ákæran yfir Trump er birt í Dymbilviku fyrir páska, líklega táknrænt því saksóknari frestaði birtingunni svo hin mikla sýning færi fram einmitt í aðdraganda krossfestingar Jesú Krists, hátíð kristinna manna. Líklega aldrei í sögu fjölmiðla hefur verið annar eins fjöldi fjölmiðla komið saman til fréttaflutnings, meðfram breiðstrætum Manhattan.

Ákæran

Þau eru á eftir ykkur

Eftir birtingu ákærunnar flaug 45. forsetinn til seturs síns Mar-A-Lago í Flórída og hélt ræðu um atburði dagsins. Trump rakti ítarlega ofsóknir á hendur sér undanfarin sjö ár. „Þau eru á eftir ykkur. Ég er bara fyrir,“ sagði Trump; "They are not after me, they're after you. I am simply in the way." Hin kristna Ameríka er kjarni stuðningfólks Trump, sem er borinn og barnfæddur í New York, virtur og dáður áður en hann bauð sig fram til forseta, raunar demókrati í den. Dómstóllinn bannar Trump sem er helsti pólitíski andstæðingur Joe Biden að ræða málaferlin.

Teikning af Trump í dómsal

Misgjörð verður alríkisglæpur

Allt er óvenjulegt í kring um málið. Það mun aldrei áður hafa gerst í réttarsögu Bandaríkjanna að misgjörð í héraði hefði verið gerð að alríkisglæp, að ekki sé talað um á hendur forseta. Bragg var kjörinn saksóknari í demókrataríkinu New York út á kjörorðið "Get Trump" með stuðningi öldungsins, Georg Sorosi stofnanda Open Borders sem hafa stutt 75 saksóknara til valda. Dómsmálaráðuneytið hafði vísað málinu frá eftir rannsókn. Í janúar 2018 gaf lögmaður Cohen út yfirlýsingu þess efnis að Cohen hefði ekki verið veitt umboð, hvorki af framboði né fyrirtækjum Trump til þess að greiða Stormy Daniel 130 þúsund dali í þagnarfé. Sama ár lýsti pornstjarnan því yfir að hún hefði aldrei fengið þagnarfé og samband þeirra hefði aldrei átt sér stað: it never happened. Vandséð er hvernig saksóknarinn kemst fram hjá þessum vanköntum en ef svo verður þá hefur Bragg mikið að stæra sig af. Michael Cohen var í desember 2018 dæmdur í fangelsi fyrir að ljúga að Þinginu; Congress og fyrir ólögleg kosningaframlög. Michael Avanti lögmaður pornstjörnunnar afplánar 14 ára fangelsi fyrir að svíkja hana um 300 þúsund dollara.

...

Joe Biden: Sýna að Trump komist ekki til valda

Því er haldið fram, bæði af ríkis-rúv og ríkra-miðlum okkar á ríkisfé, að Joe Biden hafi haldið sig utan við málavafstrið á Manhattan. Það er ekki rétt. Biden hefur tjáð sig. Í nóvember 2022 sagði Biden að sýna yrði fram á að Trump komist ekki til valda, ef hann bjóði sig fram. Hann nefndi Stjórnarskrána í því sambandi: "We just have to demonstrate that he will not take power, if he does run um if we, if he does run [we] making sure he under ligitimate efforts of our Constittution he does not be President again." Nú er ákæran komin fram og spurning hvaða áhrif hún hefur á kjörgengi Trump og setu í Hvíta Húsinu, svo sem Biden vonast til. Ákæra á hendur pólitískum andstæðingi sitjandi forseta Bandaríkjanna kom upp á sama dag og Finnland gerðist aðili að Nato án þess að finnska þjóðin væri spurð.

Skildu eftir skilaboð