Franski húsaklifrarinn, Alain Robert, þekktur sem „franski köngulóamaðurinn“ prílaði upp 38 hæða skýjakljúf í París í dag til að sýna stuðning við mótmælendur sem eru reiðir vegna nýrra eftirlaunalaga sem munu gera það að verkum að Frakkar geti ekki farið á eftirlaun fyrir en 64 ára, í stað 62 ára, og til að eiga rétt á fullum eftirlaunum þarf viðkomandi að hafa starfað óslitið í 43 ár.
Robert er 60 ára og klifrar án öryggisólar og notar aðeins berar hendur og klifurskó.
„Ég er hér til að sýna stuðning minn við þá sem eru á móti lífeyrisumbótunum,“ sagði Robert við fréttastfou Reuters áður en hann lagði staf í göngu upp 492 feta skýjakljúf í La Defense viðskiptahverfi Parísar.
Nánar má lesa um breytingar eftirlaunalagana hér og hvers vegna mótmælin eru svona mikil.
Hér neðar má sjá kappann klifra upp bygginguna: