Ræða Scholz heyrðist vart fyrir hrópum og mótmælum: „svikari og stríðsæsingamaður“

frettinErlent, Mótmæli4 Comments

Á nýlegum útifundi í Þýskalandi þar sem þýski kanslarinn Olaf Scholz hélt ræðu voru gerð það mikil hróp og köll að honum að varla heyrðist það sem hann var að segja.

Komið hefur fram að um 40% Þjóðverja eru búnir að fá nóg og trúa því að NATO hafi með ögrunum sínum neytt Rússland til þess að grípa til aðgerða í Úkraínu.

Þýski kanslarinn flutti ræðu sína af það miklum ákafa að helst minnti á þekktan leiðtoga Þýskalands rétt fyrir miðja síðustu öld. Ákafinn í Scholz var m.a. það mikill að sjá má munnvatn spítast út úr honum þegar hann minntist á Pútín Rússlandsforseta, sem hann kallaði stríðsæsingamann.

Í ræðunni minntist þýski kanslarinn ekki einu orði á þá atburði sem átt hafa sér stað í Úkraínu undanfarinn áratug og leiddu til þeirra aðgerða sem Rússland hefur gripið til.

Af hrópum og köllum fólksins á meðan á ræðu þýska kanslarans stóð má ráða að almenningur trúi ekki lengur málflutningi helstu ráðmanna á Vesturlöndum, heldur því að þessir ráðamenn gangi erinda glóbalista og stríðsæsingamanna á kostnað almennings.

Hér að neðan má heyra hluta af ræðu Scholz. Á meðan á ræðunni stendur má heyra fólkið kalla hann stríðsæsingamann og svikara.

Þá krefst fólkið friðar án vopna, samningaumleitana í stað handsprengja og að Þýskaland fari úr NATO.

Einnig má heyra fólkið hrópa "Nord Stream1" og "Nord Stream 2" og ætla má að þarna sé fólkið að vísa til þess ódýra jarðgass sem Þýskaland átti að fá frá Rússlandi í gegnum þær leiðslur, en Bandaríkin sprengdu þær í sundur samkvæmt úttekt rannsóknarblaðamaðamannsins Seymour Hersh. 

Sprenging leiðslanna hefur leitt til gríðarlegs orkuskorts í Þýskalandi og um leið versnandi lífskjara.

4 Comments on “Ræða Scholz heyrðist vart fyrir hrópum og mótmælum: „svikari og stríðsæsingamaður“”

  1. Þessir glóbalistar eru sorglegt fyrirbæri, gagnslausa Katrín er ein af þeim, ekki það að Katrín sé sú eina sem er gagnslaus í þessum ráðherrastólum, sem betur fer að þá eru glóbalistarnir og þeirra snarbrjáluðu hugmyndir í dauðakippunum og réttlætinu mun verða fullnægt. Eins gott að vera réttu megin við söguna

  2. Þarna sést vel hvað þessi kanslara bjáni er heilaþveginn af BNA, NATO áróðrinum!
    Þessi kauni er í sömu fylkingu og allt alþingi íslendinga, Ég ætla að vona að þýskur almenningur verði búinn að steypa landráðamanninum af stóli sem fyrst.

    Það er algjört forgangsatriði að koma kananum út úr Evrópu, leggja niður NATO hryðjuverkasamtökin og stofna öryggisbandalag Evrópu sem er aðeins skipað evrópuþjóðum!

    Síðan á að draga alla þessa aðila sem koma að NATO hryðjuverkasamtöknum fyrir dóm og dæma þá fyrir hryðjuverk og stríðsglæpi.

  3. Fólk á vesturlöndum fær þó að mótmæla án þess að vera handtekið, annað en í Rússlandi og Kína. Það er stríð og enginn sómakær manneskja er ánægð með það,en það er rétt þetta lítur ekki vel út, það virðist enginn ráða við þetta ástand því miður. Eitt er alveg kristaltært smástelpur og spjátrungar frá litla íslandi hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi.

  4. Sannleikurinn, er það virkilega að það sé bara í Rússlandi og Kína sem fólk má ekki mótmæla, eða gæti verið að það sé það sem hin vestræni fjölmiðla-heimur matreiðir ofan í okkur af því að það eiga allir að gera og hugsa eins og við, ég er nokkuð viss um að það sé mun stærra vandamál enn hitt.

Skildu eftir skilaboð