Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Sindri Þór Sigríðarson væri sekur um meiðyrði gegn tónlistarmanninum Ingólfi Þórarinssyni. Voru ummæli Sindra sem féllu um Ingó á samfélagsmiðlum dæmd dauð og ómerk og Sindra gert að greiða 900 þúsund króna miskabætur.
Sindri Þór hefur nú tjáð sig um þessi málalok í langri færslu á Facebook:
„Gærdagurinn var vondur dagur. Þá er ég ekki að tala um mig persónulega. Ég fékk bara að kenna á sömu forkastanlegu stefnu dómsvalda sem svo mörg önnur hafa fengið að kenna á áður, er reynt hafa að vekja máls á þeirri ömurlegu hegðun sem karlar í samfélaginu komast upp með í skjóli frægðar, valda og stöðu. Ég er ekki sá fyrsti og verð sorglega ekki sá síðasti.“
Gærdagurinn hafi verið vondur þar sem Sindri veit að fjöldi kvenna var og er í sárum. Landsréttur hafi með niðurstöðu sinni ómerkt reynslu þeirra. Reynslu sem þessar konur hafi trúað Sindra fyrir, sem vinkonum Sindra hafi verið trúað fyrir, sem lögmanni hans var trúað fyrir og sem sumar hafi greint frá opinberlega.
„Þessar konur, þeirra sögur, kaus Landsréttur að þagga niður, því í stað þess að móttaka skilaboðin og horfast í augu við vandann finnst dómskerfinu auðveldara að skjóta sendiboðann. Það leysir hins vegar engan vanda að stinga höfðinu í sandinn.“
Mannleysur sem sparka í liggjandi mann
Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason á Brotkast fór yfir málið og kallar hann Sindra mannleysu sem sparkar í liggjandi mann, og ekki sé hægt að greina iðrun hjá Sindra eftir að hafa opinberlega ranglega sakað Ingólf um glæpsamleg atvik sem aldrei áttu sér stað.
„Aumkunaverð viðleitni karlfemínista til þess að komast undir sæng hjá ofstækiskonum, var dæmd brotleg fyrir helgi. Viðkomandi mannleysa kann samt ekki að skammast sín og lætur sér dóminn í réttu rúmi liggja enda hafði íslenskur auðmaður áður boðist til að borga brúsann,“ segir á Brotkast.
Brot úr þættinum má sjá hér neðar.
8 Comments on “Ingó sýknaður: „Mannleysa dæmd í Landsrétti“”
Frosti, allur í Mínus, ætti að fara varlega í að tala um mannleysur. Það er ekki víst að barnsmóðir hans geti góðkennt gerpið.
,,Þessar konur“
Hvaða konur er maðurinn skyndilega farinn að tala um?
Það er ekki eins og hann sé dæmdur rógberi fyrir að hafa sagt að popparinn riði konum.
Það er vonandi að þessi dómur verði fyrirbyggjandi í svona málum.
Það er ólíðandi að einhverjir amatur-blaðamenn getir rústað mannorði manna út í bæ. segjum svo að maðurinn hefði verið staðinn að nauðgun og hann hefði verið kærður, á vinnan á eftir að fara fram í dómsölum enn ekki í fjölmiðlum.
Fjölmiðlafólk á Íslandi eru amatörar upp til hópa, það sést best hvernig mál eru oftast krufin af þessu fólki að það er sjaldnast eða aldrei skoðaðar báðar hliðar og oftar enn ekki tekur viðkomandi fjölmiðlamaður afstöðu með öðrum aðilanum í stað þess að hugsa um eigöngu um sitt hlutverk að segja fréttir og ekkert annað!
Pingback: buy essay paper
Pingback: personal statement essay help
Pingback: essay writing services legal
Pingback: help with essay
Pingback: buy cialis online