Samtökin 22 senda landlækni opið bréf

EskiHeilbrigðismál, Hinsegin málefni, Lyfjaiðnaðurinn, Mannréttindi2 Comments

Formaður Samtakanna 22 – Hagsmunafélags samkynhneigðra sendi landlækni opið bréf sem birtist í Morgunblaðinu í gærmorgun.
Í bréfinu furðar Eldur Ísidór, formaður félagsins, sig yfir því að Embætti Landlæknis svari ekki fyrirspurnum þeirra er varðar ógagnreyndar meðferðir á börnum sem sett eru í svokallaðar ,,kynstaðfestandi meðferðir“ ef þau tjá kynama að einhverju leiti.

,,Á Íslandi snýst sú meðferð að miklu leyti á notkun svokallaðra hormónablokkera eða kynþroskabælandi lyfjagjöf til barna og ungmenna sem tjá kynama/kynáttunarvanda. Öll ríki Norðurlanda, nema Ísland, hafa nú hætt notkun þessara lyfja vegna skaðsemi þeirra. Sú staðreynd, auk mikils safns vísindarannsókna frá öllum heimshornum, styður við þá niðurstöðu að meðferðarúrræðin á Íslandi séu ógagnreynd og óvísindaleg og þar með í trássi við lög.

Við spurningunni „hvenær mun landlæknir beita sér fyrir því að notkun þessara lyfja verði hætt á Íslandi?“ gefur embættið þau svör að á Landspítalanum „starfa sérfræðingur þar í samræmi við nýjustu alþjóðlegu leiðbeiningar World Professional Association for Transgender Health, WPATH“. Hafa íslenskir sérfræðingar fært erlendum hagsmunasamtökun ákvörðunarvald yfir íslenskum ungmennum?“

Vaxa úr grasi sem fullorðið samkynhneigt fólk

Samtökin 22 ásamt fjölmörgum nýjum hagsmunafélögum samkynhneigðra á Vesturlöndum eru uggandi yfir þeim veldisvexti barna sem sett eru í ógagnreyndar meðferðir í tilraunaskyni sem eru svo alls ekki afturkræfar og beinlínis hættulegar lífi og heilsu þeirra.

,,Þegar hormónagjöf til ungmenna er gagnrýnd er því ítrekað slegið fram að meðferðin sé afturkræf. Að þegar neyslu lyfjanna er hætt þá gengur líkaminn til baka. Þetta er haugalygi eins og margoft hefur verið sýnt fram á. Meðferðarúrræði Landspítalans eru ekki vegur með akreinar í báðar áttir. Þau eru einstefna. Í raun er alveg stórfurðulegt að heyra heilbrigðisyfirvöld halda svona fram eftir að hafa hamast gegn hormónanotkun vaxtaræktar- og kraftlyftingafólks í áratugi með þeim rökum að hún veldur óafturkræfum skaða.“

Aðför gegn samkynhneigðum

,,Samkynhneigðir hafa í langa hríð barist fyrir tilverurétti sínum. Ekki réttinum til að vera eitthvað, eða kröfu um að aðrir breyttu sér einhvern veginn og hvað þá tungumálinu. Nei, bara réttinum til að vera til. Núna er vegið að þessum rétti. Núna á að grípa samkynhneigða áður en þeir ná kynþroska, dæla í þá lyfjum, taka af þeim kynfærin og kalla trans. Þetta eru hreinsanir á þjóðfélagshópum, ekki ólíkar þeim sem vafasamir menn hafa stundað á fyrri tímum á til að mynda þroskaheftum og sígaunum.“

Davíð gegn Golíat

Samtökin 22 hafa frá stofnun harðlega gagnrýnt stjórnvöld og heilbrigðisyfirvöld fyrir að fara með offorsi í málefnum ,,hinsegin fólks“ og sérstaklega m.t.t. barna sem eru að ósekju sett í afturkræft ferli og óskynsamlegum fjárveitingum til Samtakanna ´78 úr skúffum ráðherra, frá sveitarfélögum, lögregluembættum og stórum einkafyrirtækjum.
Samtökin 22 eru aðeins rekin með frjálsum framlögum velunnara þeirra og til samanburðar þá eru Samtökin ´78 rekin fyrir rúmlega 200 milljónir króna á ári, meðan Samtökin 22 veltu 1250 þús krónum á síðasta ári.
Það má því segja það virðist að Davíð sé hérna í baráttu gegn Golíat er varðar hag barna, kvenna og samkynhneigðra.

2 Comments on “Samtökin 22 senda landlækni opið bréf”

  1. Heldur Eldur að hann sé í einhverjum forréttinda hópi. Ég reyndi að fá að vita hvort foreldrar mínir hefðu verið eitur sprautuð fyrir þeirra andlát, án árangurs. Er það ekki típískt að öfuguggar séu aðal talsmenn gegn öðrum öfuguggum. Alltaf skulu það vera þeir sem skapa vandamálin sem þykjast ætla að leysa þau. Eldur Ísidor (ISIS, Ísfólkið) Deville (Devil, Djöfullinn). Ekki tilviljun, ó nei.

  2. Því meira sem ég rannsaka Deville (devil) því sannfærðari verð ég um að hann sjálfur, er ekki hommi, heldur kynskiptingur. Talan 22 er gríðarlega mikilvæg hja kabbalistum (frímúrurum). Samkvæmt kabbalah, skipti “hinn vondi” skapari, Guð, manneskju í tvær. Adam og Evu. Kabbalistar (frímúrarar) eru í sínum hrokafulla leiðangri að leiðrétta “mistök” Guðs. Háttsettir frímúrarar eru ekki í neinum vandræðum með að láta gelda börnin sín. Frímúrarar (taparar) gera næstum allt fyrir frægð og frama. Ég tala nú ekki um, heilaþvegnir frímúrarar.
    Kommúnistar (satanistar, frímúrarar) hafa alltaf talað um að þeir verða að leiða andspyrnuna og skemma hana innan frá.

Skildu eftir skilaboð