Gústaf Skúlason skrifar:
Á þriðjudag söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan Hæstarétt í London. Er það síðasta tilraunin til að koma í veg fyrir framsal Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, til Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum var eiginkona Assange.
Julian Assange áfrýjar framsali til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér ákæru um samsæri fyrir að hafa aflað og birt upplýsingar um landvarnarmál í kjölfar birtingar njósnagagna á WikiLeaks.
Síðasti möguleikinn til að koma í veg fyrir framsal
Bandarískum yfirvöldum tókst að hnekkja ákvörðun bresks dómara árið 2021 sem kom í veg fyrir að Assange yrði framseldur vegna sjálfsvígshættu. Núna fer fram dómsmeðferð sem er síðasta tækifærið sem gefst til að stöðva framsalið.
Assange hefur setið í fangelsi síðan hann var handtekinn í sendiráði Ekvador árið 2019 vegna kæru Bandaríkjanna. Hann fékk griðastað í sendiráðinu í London til að forðast framsal til Svíþjóðar vegna nauðgunarákæru sem síðar var felld niður. Lögfræðiteymi Assagne segist ætla að fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu, ef þeir tapi málinu í Englandi.
Hér að neðan má sjá nánar um mótmælin:
Extraordinary support at court in London for #DayX.
— Stella Assange #FreeAssangeNOW (@Stella_Assange) February 20, 2024
This is what it looked like when I walked out when we broke for lunch.
Tomorrow after day 2 of the arguments we will march from court to Downing Street. #FreeAssangeNOW pic.twitter.com/NQHgYmgm8K
🇬🇧 🇺🇸 Protests began in front of the Supreme Court in London, where WikiLeaks founder Julian Assange's appeal against extradition to the US began today.
— Economy Politics (@taycottam) February 21, 2024
Stella Assange: "What's at stake is the ability to publish the truth and expose crimes when they're committed by states." pic.twitter.com/ruDNcxYm5Y
Do you support this protest?
— ROBIN SID (@prithivic349) February 20, 2024
A big group of people is protesting outside the Supreme Court in London, UK, to ask for freedom for Julian Assange, the founder of WikiLeaks pic.twitter.com/3GRdF4rAzZ