Mótmæli í London gegn framsali Assange til Bandaríkjanna

frettinErlent, Gústaf Skúlason, MótmæliLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Á þriðjudag söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan Hæstarétt í London. Er það síðasta tilraunin til að koma í veg fyrir framsal Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, til Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum var eiginkona Assange.

Julian Assange áfrýjar framsali til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér ákæru um samsæri fyrir að hafa aflað og birt upplýsingar um landvarnarmál í kjölfar birtingar njósnagagna á WikiLeaks.

Síðasti möguleikinn til að koma í veg fyrir framsal

Bandarískum yfirvöldum tókst að hnekkja ákvörðun bresks dómara árið 2021 sem kom í veg fyrir að Assange yrði framseldur vegna sjálfsvígshættu. Núna fer fram dómsmeðferð sem er síðasta tækifærið sem gefst til að stöðva framsalið.

Assange hefur setið í fangelsi síðan hann var handtekinn í sendiráði Ekvador árið 2019 vegna kæru Bandaríkjanna. Hann fékk griðastað í sendiráðinu í London til að forðast framsal til Svíþjóðar vegna nauðgunarákæru sem síðar var felld niður. Lögfræðiteymi Assagne segist ætla að fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu, ef þeir tapi málinu í Englandi.

Hér að neðan má sjá nánar um mótmælin:

Skildu eftir skilaboð