Mynd af breska fánanum talin „óviðeigandi fyrir svæðið“

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Woke2 Comments

Stjórn Greenwich í suðvesturhluta London hefur skipað eigendum verðlaunaðrar fiskbúðar í Bretlandi „Golden Chippy“ að fjarlægja veggmynd með breska fánanum fyrir utan verslun sína.

Samkvæmt The Daily Mail sagði sveitarstjórn Greenwich, þar sem búðin er staðsett, að þeir hafi fengið „fjölda kvartana“ vegna veggmyndarinnar sem inniheldur setninguna „stórkostleg bresk máltíð.“  Var fullyrt að myndin væri „auglýsing í leyfisleysi.“

GB News greinir frá: Eigandi verslunarinnar, Chris Kanizi og starfsfólk hans voru undrandi yfir ákvörðun stjórnar Greenwich sem sagðist hafa ákveðið bannið eftir að „fjöldi kvartana barst til sveitarstjórnarinnar.“  Íbúum í nágrenninu finnst veggmyndin vera fín og einn þeirra sagði við GB News, að myndin minnti á málverk eftir Banksy. Einn íbúinn sagði:

„Myndin móðgar mig alls ekki. Þetta er búð sem selur fisk og franskar er það ekki? Ég hef ekkert á móti því. Þetta er bara hluti af auglýsingunni.“

Annar sagði:

„Mér finnst myndin nokkuð góð og frekar falleg. Hún sýnir fána Stóra-Bretlands og ég held að það sé ágætt. Mér finnst ekki að þeir eigi að fjarlægja hana.“

2 Comments on “Mynd af breska fánanum talin „óviðeigandi fyrir svæðið“”

  1. Svona lagað nær auðvitað bara ekki nokkurri átt.

  2. Hversu langt er í það að Bretum verður útrýmt í eigin landi? Og Íslendingum í okkar landi? Það gengur vel að skipta út hvítu fólki fyrir Múslima, Svertingja og aðra hælisleitendur.

Skildu eftir skilaboð