Bændauppreisnin eykst í Póllandi: Launar sig ekki lengur að sá

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Landbúnaður, UmhverfismálLeave a Comment

Pólskir bændur hafa ekki gefið upp vonina um að stöðva aðgerðaáætlun ESB í loftslagsmálum sem gerir landbúnaðinn óarðbæran. Á miðvikudaginn mótmæltu bændur á ný á götum Póllands.

Framkvæmdastjórn ESB hefur hingað til aðeins samþykkt að fella niður kröfuna um að a.m.k. 4% af ræktunarlandi búsins skuli ekki nýtt. Það dugar ekki til að sefa reiði pólskra bænda sem hafa miklar áhyggjur af tollfrjálsum innflutningi landbúnaðarafurða frá Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Vörur frá þessum löndum flæða yfir Pólland.

70 þúsund bændur mótmæltu á 580 stöðum

Allt frá 24. janúar hafa pólskir bændur sýnt óánægju sína á götum úti í öllu landinu. Að sögn pólsku lögreglunnar tóku um 70.000 bændur þátt í mótmælunum á miðvikudag á 580 stöðum. Bændurnir eru sérstaklega óánægðir með, að ESB hafi leyft helstu aðilum á evrópska kornmarkaðinum að kaupa mikið magn af matvælum frá Úkraínu.

Gefast ekki upp

Bændasamtökin innan Samstöðu boðuðu allsherjarverkfall á landsvísu í Póllandi sl. miðvikudag. Vildu þeir minna ríkisstjórn Donald Tusk og Brussel á þá staðreynd, að pólskir bændur séu harðákveðnir í að samþykkja ekki óbreytt ástand. Leiðtogar verkalýðsfélaga sögðu í fréttatilkynningu:

„Við gefumst ekki upp fyrr en kröfum okkar hefur verið að fullu framfylgt.“

Bændur eru bæði samtaka og ákveðnir eins og sýnir sig í aðgerðum þeirra. Szymon Hołownia, forseti pólska þingsins þurfti að þola að bændur settu fimm tonn af kúaskít fyrir utan heimili hans. Var það gert „í þakklætisskyni“ fyrir aðgerðir lögreglunnar gegn mótmælunum 6. mars í Varsjá.

Bændurnir sem tóku þátt í mótmælunum í hafnarborginni Szczecin á miðvikudaginn voru mun rólegri, þrátt fyrir mikla óánægju með getu stjórnmálamanna til að finna lausn á vandamálunum.

„Borgar sig ekki að sá“

Sænski valkostamiðillinn Samnytt tók viðtöl við bændur á staðnum eins og sjá má og heyra á myndbandinu hér að neðan. Margir bændur bera vitni um að aðstæður séu orðnar of slæmar. Einn bóndinn segir við Samnytt:

„Það þýðir ekki lengur að vera að sá maís, það ekki þess virði að uppskera lengur því við getum ekki selt uppskeruna.“

Sjá nánar hér

 

 

 

 

Skildu eftir skilaboð