Páskamaturinn dýrari í Svíþjóð í ár

Gústaf SkúlasonEfnahagsmál, Erlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Fyrir páskana í ár kom Hagstofa Svíþjóðar með slæmar fréttir fyrir heimilin. Verð á páskamat hefur hækkað meira en matur almennt undanfarið ár. Sérstaklega hafa egg orðið dýrari.

Í febrúar var meðalverð á matvælum 0,9 prósentum hærra en í febrúar í fyrra, en þegar kemur að matnum á páskaborðinu hafa flestar vörur hækkað enn meira í verði. Carl Mårtensson hjá sænsku hagstofunni segir:

„Eggjaverð lækkar yfirleitt um páskana en spurningin er frá hvaða stigi. Undanfarið ár hefur verð á eggjum hækkað um tæp 12 prósent. Ef talið er þrjú ár aftur í tímann hefur eggjaverð hækkað um tæp 48%.“ 

„Ef talin eru þrjú ár aftur í tímann hafa bæði lax og síld hækkað um 30%.“

Ódýrari kjúklingur

Undanfarið ár hefur súkkulaði hækkað mest í verði miðað við sælgæti. Séu reiknað á síðustu þrjú árin hefur sælgætið þó hækkað meira.

Samkvæmt norsku hagstofunni er kjúklingurinn eini páskamaturinn sem greinilega hefur lækkað í verði miðað við síðasta ár.

Skildu eftir skilaboð