Edda Falak: „Taktu þetta ekki út á mér gamli…“

frettinInnlendar4 Comments

Stjórn SÁÁ og þjóðin öll, bíður nú í ofvæni eftir að hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak upplýsi um hver hinn meinti vændiskaupandi sé. Edda hefur gefið up að maðurinn sé mjög þekktur í samfélaginu og hann hafi verið virkur í umræðunni um Covid og hafi talað opinberlega um alvarleika fíknivanda.

Það eru nokkrir menn sem liggja undir grun og einn af þeim er Kári Stefánsson, en hann hefur sagt að hann sé 100% viss að hann sé ekki umræddur maður.

Kári hefur nú svarað Eddu og gagnrýndi hana fyrir að auglýsa eftir sögum um frægan vændiskaupanda sem talaði mikið um Covid.

„Já. Þessi sagnaíþrótt sem Edda Falak hefur lagst í núna, að auglýsa eftir sögum um fólk, hún er ekki beinlínis falleg,“ sagði Kári við Vísi. Hann hafnar því með öllu að vera sá maður sem Edda á við í tilkynningu sinni.

„Til að byrja með fannst mér Edda Falak vera að vinna gott verk með því að veita konum rödd. En þegar hún er að auglýsa eftir sögum er hún ekki að veita þeim rödd, heldur búa til rödd.“

Edda Falak svaraði honum fullum hálsi á Twitter

„Þú og þínir tengdu þig alveg sjálfir við mína frásögn þar sem þolandi leitar eftir stuðningi og reynir að gefa öðrum þolendum kraft til þess að segja frá,“ segir hún og bætir við: „Taktu þetta ekki út á mér gamli…“

Edda gaf svo upp meiri upplýsingar um viðkomandi á Twitter nú í hádeginu, þar sem hún segir:

„Auðvitað er það áhyggjuefni ef maður sem talar opinberlega um alvarleika fíknivanda sé síðan að nýta sér stöðu kvenna með fíknivanda og halda þeim uppi fjárhagslega gegn því að fá “heimsókn?“

Hún segir einnig að henni hafi borist mörg skilaboð frá áhyggjufullum karlmönnum.

4 Comments on “Edda Falak: „Taktu þetta ekki út á mér gamli…“”

  1. Ég hef nú alveg gaman af henni, margir skjálfa á beinunum vegna hennar, en gæta þarf öfga sem geta fylgt.

  2. Hún og þessi hreyfing er hrikalega flott, er virkilega að ná að breyta hörmulegri hegðun gerenda og samfélaginu sem loksins trúir. Breyting til batnaðar.

  3. Það er enginn skyldugur að vera sammála Kára í öllum málum ef menn eru málefnalegir. Hún Edda Falak virðist ekki þola íslenska karlmenn og vill helst knésetja alla íslensku þjóðina. Enda er hún líka frá Líbanon. Edda Falak farðu til Líbanons og tjáðu þig um þín hjartans mál. Ég held að það verði ekki langt að bíða að hún verði grafin niður í jörð alveg upp í háls og grýtt svo til bana. Eins og sannir múslimar gera við konur sem eru til leiðinda. Við erum allir mannlegir og höfum allir einhverntímann gert mistök. Hvaða menn hafa aldrei gert nein mistök í samskiptum við konur. Eru það ekki mennirnir sem múslimarnir hengja eða henda fram af húsþökum, helvítis hommarnir.

Skildu eftir skilaboð