LGB teymið: ,,Við viljum bara pissa“

frettinInnlendar3 Comments


Fyrr í vikunni hóf ég umfjöllun mína á hvernig transaktívistar hafa beitt skipulögðum blekkingum til þess að fá Alþingi og aðra stjórnsýslu til þess að verða við kröfum þeirra, án þess að samfélagsleg umræða hafi farið fram og jafnvel áhættumat þar sem á við.

Í þessari grein ætla ég að gera skil á taktíkinni sem hefur verið stunduð, hvernig mál eru klædd í nokkuð saklausan búning en svo eru miklu stærri en umræðurnar sem fóru fram um þau.

ILGYO sem Trans Ísland og Q félag hinsegin stúdenta eiga aðild að eru með einskonar blekkingar leiðarvísi sem gengur undir nafninu Dentons skýrslan. Innganginn í skýrslunni skrifaði engin annar en formaður Trans Ísland, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir. 

Byrjum á litlu máli sem kemur við okkur öll - Grunnþarfirnar

„Við viljum bara pissa“ 

Svona sakleysislega hófst baráttan um að komast inn á kynjaskipt rými. Þessi mantra heyrðist út um allt og fólk sem er inní í LGBTQIA++ pólitík og umhverfi kannast vel við hana.

En hvað er að því að leyfa fólki að pissa í friði? – Jú, nákvæmlega ekki nokkur skapaður hlutur. Hinsvegar skiptir það margt fólk (sérstaklega konur) máli hverjir fá aðgang inn á þau svæði sem konur sinna grunnþörfum sínum. Á bak við það geta verið margvíslegar skýringar. Bara það að kona heyri djúpa karlmannsrödd inni á kvennasalerni gæti gert hana óttaslegna eða óörugga.

Kyn skiptir miklu máli í þessum aðstæðum er snýr að friðhelgi, blygðunarkennd og öryggi þess.

Það er ekki vegna þess að allt transfólk eru kynferðisafbrotafólk. Síður en svo. Það er hinsvegar bara þannig að kynjaskipt rými eru sett upp til að veita fólki sálarró í viðkvæmum aðstæðum.

Karlmenn hafa verið óvelkomnir á kynjaskipt rými ætluðum konum án vandamála í áratugum saman. Það er ekki vegna þess að við erum allir kynferðisafbrotamenn, en því miður er það svo að karlar brjóta af sér kynferðislega í mun meira mæli en konur.  

Fyrir áramót komst Q-félag hinsegin stúdenta á síður Vísis þegar það svaraði ummælum rekstors Háskóla Íslands um ókyngreind salerni: „Þegar ókyngreind salerni eru í umræðunni, eins og þau hafa verið undanfarið, virðist fólk hafa tilhneigingu til þess að halda að eini tilgangur þeirra sé að spara kynsegin fólki valið milli þess að nota karla- eða kvennaklósett, en raunveruleikinn er sá að mikilvægi ókyngreindra salerna er mun margþættara en það. Fyrir mörg, sem hafa kyntjáningu sem er ekki í samræmi við samfélagsleg norm, getur það einfaldlega verið öryggismál að forðast kynjuð rými...“

Ég get ekki séð betur en að ókyngreind salerni veiti nákvæmlega ekkert meira öryggi en þau sem eru kynjaskipt á milli karla og kvenna. Hinsvegar hafa karlar greiðari aðgang að kvenfólki við viðkvæmar athafnir með þessu fyrirkomulagi.  Voru konur eitthvað spurðar sérstaklega hvað þeim finnst? Hver er réttur þeirrar til friðhelgi?

75% bygginga Háskólans eru með ókyngreind salerni. 

Dentons uppskriftarbókin – Hvað segir hún?

Á síðu 59 og 60 í skýrslunni er fjallað um hvernig taktík skal beita á kennara og menntastofnanir. Þar stendur orðrétt:  Provide training for teachers so that they can directly educate youth on gender recognition and sexual identity. • Eliminate the law that requires buildings (and restaurants) to have separate male and female bathrooms.” 

Á íslensku: Veitið kennurum þjálfun svo þeir geti frætt ungmenni um kynvitung og kyntjáningu. Útrýmið lögum sem krefjast þess að byggingar (og veitingastaðir) hafi aðskilin salerni fyrir karla og konur.

Lögin um kynrænt sjálfræði

Lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi á Íslandi 2019 og voru  endurskoðuð í lok þings í desember 2020, án nokkruar þjóðfélagslegrar umræðu. Enda var öll heimsbyggðin að glíma við Covid og nánast ekkert annað sem komst að í umræðunni. Þetta er mjög góður jarðvegur til þess að hvísla lagasetningum í gegnum Alþingi. Þegar mál eins og þetta eru klædd í sakleysislegan búning er auðvelt að veita því brautargengi.
En hver eru nú fyrstu sýnilegu afleiðingar laganna sem aldrei var talað um ÁÐUR en þau voru samþykkt í meðförum þingsins?

Lögin gerir fólki kleift að breyta kynskráningu sinni frá 15 ára aldri án þess að liggi fyrir greining á kynáttunarvanda. Allir varnaglar eru því felldir niður og nú getur hver sem er breytt kynskráningu sinni.
Hinsvegar hafa lögin haft þær afleiðingar að nú þurfa fyrirtæki og stofnanir að uppfæra tölvukerfi sín til þess að komast ekki í kast við lögin.
Einnig þá hafa lögin áhrif á vinnulöggjöf þar sem fyrirtæki og stofnanir þurfa nú að ráðast í úrbætur með tilheyrandi kostnaði. En þau sem vilja útrýma kvenna og karlaklósettunum finnst þetta ekkert tiltökumál eins og tíst Samtakanna 78 hér að neðan ber með sér.

Þeim eru alveg nákvæmlega sama um hvað konum finnst um þessar breytingar. Þeim er sama um friðhelgi þeirra sem vilja nota kynskipt rými. 

Þetta er engin mannréttindabarátta. 

Þetta er eitthvað allt annað. 

Á næstu dögum og vikum mun ég halda áfram að fjalla um þessi mál hérna á frettin.is 

3 Comments on “LGB teymið: ,,Við viljum bara pissa“”

  1. “…public facilities in Western nations were male-only until the Victorian era, which meant women had to improvise. If they had to be out and about longer than they could hold their bladders, women in the Victorian era would urinate over a gutter (long Victorian skirts allowed for some privacy)… This lack of female facilities reflected a notable attitude about women: that they should stay home. This „urinary leash“ remains a problem in some developing nations … the first gender-segregated restrooms were a major step forward for women.”
    https://www.livescience.com/54692-why-bathrooms-are-gender-segregated.html

  2. Þessi grein er mjög skrýtin. Hversvegna telur höfundur að það sé svona mikil kostnaður við að breytja kynjuðum salernum í ókynjuð? Og þó það væri mikill kostnaður, hvað er vandamálið? Samfélög kosta peninga. Samfélög þróast og það kostar peninga. Er það vandamál að hjólastígar kosta peninga? Er betra að sleppa þeim vegna þess að þeir kosta peninga?

    Og annað hversvegna heyrist ekkert í konum sem hafa áhyggjur af því að transkonur noti kvennaklósett? Hvað eru allar konurnar sem hafa áhyggjur af þessu?

    Hversvegna er karlkyns aktivisti gegn transfólki að segja okkur frá þessum áhyggjum?

    Væri ekki nær að vísa í einhver gögn um þessar meintu áhyggjur, t.d. kannanir á Íslandi?

Skildu eftir skilaboð