Samtökin Frelsi og Ábyrgð stóðu fyrir enn einni frelsis-og friðargöngunni í dag. Gangan hófst við Stjórnarráðið og endaði á Austurvelli þar sem ræðuhöld fóru fram. Í þetta sinn var rætt um aukaverkanir Covid bóluefnanna.
Helga Sörensdóttir, sem deildi myndbandi á instagram og facebook fyrir stuttu þar sem hún segir frá móður sinni sem hefur verið veik frá því að hún fékk síðari sprautuna, var með erindi þar sem hún telur upp hinar margvísilegu aukaverkanir sem henni höfðu borist fregnir af eftir að myndband hennar fór í dreifingu.
Ingunn H. Nielssen sagði síðan frá því hversu hrædd hún hafi verið við Covid í upphafi og síðar þeim veikindum sem hafa hrjáð hana eftir að hún fór í bólusetningu.
Erindin má sjá hér:
One Comment on “Frelsisganga og erindi um aukaverkanir bóluefnanna á Austurvelli”
Þetta fólk á hrós skilið fyrir að stíga fram og viðurkenna að þau hafi látið óttastjórn, sem við getum í raun líkt við ógnarstjórn, stjórna ákvarðanatöku sinni gagnvart því að þiggja tilraunalyf.
Undir því yfirskyni að þetta væri allt saman ögruggt. Það á eftir að fletta ofan af leikritinu þegar fram líða stundir ef fleira fólk viðurkennir að það hafi hugsanlega hlaupið á sig þegar það byrjar loks að taka mark á heibrigðisvísindum umfram heilbrigðislýðræði (consensus).
Lýðræðið getur sannarlega hlaupið á sig en tölfræðivísindi sem ekki eru fölsuð er það eina sem við getum reitt okkur á til að komast til botns í þessum málum.
Þar liggur hin stóra áskorun okkar almennings að sjá til þess að óheiðarlegt fólk komist ekki upp með að blekkja okkur lengur. Þetta er ekkert nýtt undir sólinni og því á þessi tilvinun ágætlega við.
Abraham Lincoln sagði eitt sinn. „You can fool some of the people all of the time, and all of the people some of the time, but you can not fool all of the people all of the time.”
„Þú getur blekkt hluta almennings endalaust, og allan almenning í einhvern tíma, en þú getur ekki blekkt allan almenning endalaust.“
Það sorglega er að það er greinilegt að við getum ekki treyst meginstraumi lækna því þeir eru greinilega dottnir djúpt í spillingarpott lyfjafyrirtækjanna og þeir tuddast á þeim fáu læknum sem reynt hafa vogað sér að benda á að hér sé ekki allt með felldu. Húrra fyrir hugrekki þeirra.
Og þá á einnig ágætlega við tilvitnun í Upton Sinclair.
„It is difficult to get a man to understand something when his salary depends upon his not understanding it.“
„Það er erfitt að fá mann til að skilja eitthvað ef laun hans grundvallast á því að skilja það ekki.
Þannig er þjóðin í hlekkjum æviráðinna og ósnertanlegra ríkisstarfsmanna sem skreyta sig með sérfræðiheitum en það er engin trygging um að viðkomandi séu heiðarlegir og grandvarir með almannaheill í forgangi.
Og jú það eru til mafíur í heiminum af ýmsum toga og þetta er það sem erfiðast er að skýra að þegar óheiðarlegu og illa innrættu fólki tekst að blekkja nánast allan almenning til að fylgja vondum málstað með því að sannfæra fólkið um að trúa bara þeim og annað sé hættulegt málstaðnum. Já málstaðnum sem búið er að telja almenningi trú um að sé öllum til heilla.
Ég ætla ekki að nefna dæmi úr mannkynssögunni því að þau eru enn sem komið er of hræðileg til samanburðar við það sem nú á sér stað.
En ég ætla að láta eina tilvitnun í C.S. Lewis fylgja hér í lokin sem lýsa ástandi þjóðfélagsins nú og heimsins í raun. Sú tilvitnun lýsir „Mass Pshycosis“ eða geðrofi fjöldans og viðbrögðum við þeim, sem voga sér að benda á að það sem verið er að gera, sé ekki rétt.
“When the whole world is running towards a cliff, he who is running in the opposite direction appears to have lost his mind.”
„Þegar allur heimurinn hleypur í átt að þverhnípinu, að sá sem hleypur í öfuga átt lítur út fyrir að hafa tapað vitinu“
Við skulum vona að fleiri ákveði nú að staldra við áður en við steypum fleira fólki, fyrirtækjum og ríkissjóði í glötun bólusetningaslysa og skuldafens.