Jón Magnússon lögmaður skrifar:
Vísindamenn við einn fremsta háskóla í Bandaríkjunum John Hopkins háskólann í Maryland í samvinnu við vísindamenn í Danmörku og Svíþjóð hafa komist að þeirri niðurstöðu að samkomutakmarkanir, skólalokanir og aðrar harðar aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við Kóvíd höfðu ekki tilætluð áhrif. Niðurstaðan kom vísindamönnunum á óvart, en hún var að e.t.v. hafi harðar aðgerðir stjórnvalda dregið úr dánartíðni um 0.2% í mesta lagi. Þá er ekki tekið með í reikninginn hvað ráðstafanir stjórnvalda ollu mörgum dauðsföllum. En þegar allt er tekið til alls er líklegt að aðgerðirnar hafi ekki bara verið unnar fyrir gíg heldur valdið meira tjóni en ávinningi.
Niðurstaða ofangreindrar rannsóknar sýnir líka að í þjóðfélagi sem býr við hátt menntunarstig og gott upplýsingastig, þá er hægt að treysta fólki til að meta áhættuna og haga sér samkvæmt því. Leið lýðræðis og upplýsinga er fær og það er ekki þörf á að svipta borgarana grundvallarmannréttindum eins og gert hefur verið.
Í gær mældust fleiri Kóvíd smit á Íslandi en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir ýmsar ráðstafanir stjórnvalda. Frá því í nóvember hefur engu skipt hvort sóttvarnarráðstafanir væru hertar eða slakað á þeim. Smitin eru samt í hæstu hæðum. Sú staðreynd ein og sér sýnir að sóttvarnarstefna ríkisstjórnarinnar er mistök og þessi mistök kostar þjóðfélagið milljarða. Þessi staða rennir auk heldur stöðum undir megin niðurstöðum vísindarannsókna John Hopkins háskóla o.fl.
Vísindamenn og stjórnmálamenn, sem hafa beitt sér fyrir ströngum sóttvarnarráðstöfunum vegna Kóvíd munu rembast við að segja okkur að þetta sé allt saman tóm vitleysa, að þær fórnir sem færðar hafi verið á altari sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra í samtaka ríkisstjórn með stjórnarandstöðu, sem krafðist enn harðari ráðstafana, að segja okkur að þrátt fyrir að vísindin segi að þetta hafi allt verið mistök, að þá séu það ekki mistök heldur hafi haft stórkostlega þýðingu.
Á sama tíma berast fregnir frá Ísrael, sem er leiðandi í bólusetningum og búið að bólusetja flesta með fjórða skammtinum, að dauðsföllum þar fjölgi þrátt fyrir þetta.
Hver er þá niðurstaðan?
Gripið var til frelsissviptinga fólks af því að tæknin leyfði það. Þessar frelsissviptingar reynast hafa verið óþarfar, það mátti treysta fólkinu til að gæta sín. Aðgerðirnar hafa kostað gríðarlega fjármuni, sem munu rýra lífskjör á komandi árum og auka fátækt. Engin mun bera ábyrgð á þessum geigvænlegu mistökum.
Þegar allt kemur til alls þá var þetta alltaf spurning um pólitík, en ekki vísindi eins og ritstjóri enska blaðsins "The Spectator" Fraser Nelson segir í grein sinni "The lockdown establishment will never accept that its disastrous policy failed".
Þeir sem hingað til hafa gert hróp að okkur, sem höfum viljað ræða meint vísindi sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra og sagt að frjálsar umræður í frjálsu þjóðfélagi væru óvinafagnaður, ættu nú að viðurkenna, að óvinafagnaðurinn er sá mestur þegar stjórnmálastéttin, fjölmiðlaelítan og meintu vísindi þeirra sem ráða með ofurþunga ríkisfjölmiðla og annarra útiloka að eðlileg skoðanaskipti og gagnrýni eigi sér stað.
One Comment on “Mun einhver viðurkenna mistök? – Lokanir höfðu ekki tilætluð áhrif”
Langtímaskaði Covit bólusetninganna eiga eftir að koma síðar fram að fullum þunga ef mark er takandi á óspilltum vísindamönnum sem varað hafa við þessum aðgerðum og bólusetningum allt frá upphafi faraldurs.
Það er nokkuð sem verður erfitt að fela ef rætist og lítil ástæða til að ætla annað þar sem merkin um það eru þegar farin að skjóta upp kollinum augljós öllum sem það vilja sjá.
Maður er alla vega kominn með góðann skilning á því hvers vegna stjórnvöldum finnst nauðsynlegt að setja opinber skjöl undir leynd svo áratugum skiftir og í raun meira en hálf mannsævi svo gerendur þurfi aldrei að horfast í augu við eign mistök, spillingu eða jafnvel glæpi gegn mannkyni.
Slíkt má kannski skilja í stríði en ekki vegna fjárhagslegra skuldbindinga ríkis við einkafyrirtæki. Samningar þar sem almenningur landsins er efhentur til tilraunastarfsemi með því yfirskyni að það sé verið að hjálpa þeim, en staðreyndin er sú að verið að hafa þjóðina að féþúfu, á sama tíma og heilsa og velferð er stefnt í stórhættu, eins og nú er að koma í ljós.