Lögmannsstofan Valdimarsson hótar málssókn vegna myndbirtingar á facebook

frettinInnlendar1 Comment

Guðmundi Jóni Sigurðssyni, af mörgum þekktur sem Gvendur smali hefur borist aðvörun um hugsanlega málsókn frá lögmannstofunni Valdimarsson sem er í eigu Ómars R. Valdimarssonar lögmanns.

Málsatvik eru þau að Guðmundur birti á facebook síðu sinni mynd af lögmanninum Ómari og skrifaði:

Þessi skikkjuklæddi riddari siðferðis og sannleika leyfir sér að úrskurða fólk vanheilt á geði algerlega út í bláinn og ætlast svo til að einhver taki hann alvarlega, það er mikill brestur...baráttukonan Margrét lætur þann skikkjuklædda ekkert eiga inni hjá sér: Merkilegt að sjá lögmann vera með opinbera ærumeiðingu sem varða við lög, viltu eitthvað tjá þig um að þú bjóðir skjólstæðingum þínum a borga undir borðið til að sleppa við skatt.”

Það sem Guðmundur vísar þarna til eru orð Ómars um að ritstjóri Fréttarinnar, Margrét Friðriksdóttir, sé ,,klikk en þau orð lét lögmaðurinn Ómar falla undir facebook færslu hjá Sigurði nokkrum Hólm sem sagðist hafa tekið hestalyfið ivermectin sem hann þóttist hafa orðið veikur af en Ómar virðist hafa stokkið á grínið sem sannleika og skrifar þar umrædd orð um Margréti. Sigurður segir svo daginn eftir að ivermectin hafi svínvirkað" og hann væri orðinn hress.

Ómar skrifar síðan undir færslu Guðmundar og kveðst eiga höfundaréttinn á myndinni og hótar að stefna Guðmundi fyrir dómstólum, taki hann ekki myndina út.

Guðmundur varð ekki við þeirri beiðni, en eins og flestir vita þá er það facebook sem á myndirnar sem þangað eru settar inn. Eins er það vel þekkt og nokkuð algengt að t.d. fjölmiðlar noti myndir af samskiptamiðlum til birtingar á miðlum sínum.

Ómar hafði síðan samband við facebook og krafist þess að myndin yrði fjarlægð af síðu Guðmundar sem var gert.

Í bréfi lögmannsstofunnar til Guðmundar er þess einnig krafist að Guðmundur greiði 100 kr. fyrir myndbirtinguna og að greiðsluna skuli leggja inn á Solaris, samtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, en Sema Erla Serdaroglu er stofnandi og formaður þeirra samtaka.

Athygli vekur að í bréfinu eru skrif Guðmundur við myndina rakin fyrir utan orð Margrétar um að Ómar bjóði skjólstæðingum að borga undir borðið.

Fréttin hefur ákveðið að greiða fjárhæðina og þetta rausnarlega framlag lögmannstofunnar Valdimarsson til hælisleitanda og flóttafólks (greiðslan er alls kr. 200 þar sem Fréttin notar einnig umrædda mynd).

Færslu Guðmundar og lögmannsbréfið má sjá hér:


ImageImageImageImage

One Comment on “Lögmannsstofan Valdimarsson hótar málssókn vegna myndbirtingar á facebook”

  1. Það væri þá ekki í fyrsta sinn né það síðasta sem lögfræðingur fær greitt undir borðið, það KLIKKAR ekki…

Skildu eftir skilaboð