Þögn fjölmiðla um ástandið í Kanada – viðtalsþáttur Harmageddon

frettinInnlendar2 Comments

Í seinasta þætti hlaðvarpsins Harmageddon, 8. febrúar, voru til umræðu mögulegar ástæður þess að mjög lítið berst af fréttum frá gríðarfjölmennum og umfangsmiklum mótmælum í Kanada, leidd af vöruflutningabílstjórum en studd af þorra almennings.

Margt athyglisvert kom fram í samtali þáttarstjórnenda og viðmælandans,Geirs Ágústssonar, svo sem að söfnunarfé mótmælenda hafi verið fryst, að samfélagsmiðlar hafi stundað róttæka ritskoðun, að lögreglan á mótmælasvæðinu beiti ýmsum úrræðum til að gera friðsömu fólki erfitt fyrir (handtaki til að mynda fólk sem ber bensínbrúsa að vöruflutningabílunum) og margt fleira. Vert er að hrósa stjórnendum Harmageddon fyrir að veita ástandinu í Kanada athygli en þöggun fjölmiðla hefur verið ærandi.

Hægt er að hlusta á þáttinn á heimasíðu hlaðvarpsins gegn vægu áskriftargjaldi.

2 Comments on “Þögn fjölmiðla um ástandið í Kanada – viðtalsþáttur Harmageddon”

  1. Þessi „Fréttamiðill“ er ekkert annað er stæðsti FALSFRÉTTAMIÐILL landsinns.
    Það sést best á því hverjir eru ábyrgir fyrir þessari síðu og skrifa „Fréttirnar“
    Svo sést það einna best á því hverjir eru að dreifa þessum „Fréttum“ annarstaðar.

  2. Heimskinginn bóbó stígur hér fram og ausar heimsku sinni yfir lesendur fréttarinnar. Sennilega bitur starfsmaður ruv, fréttblaðsins eða jafnvel mannlífs. Sem bera út áróður og lygar bbc eins og nýslegnir fasistariddarar.

    Fréttin og Saga eru orðnir einu marktæku vefirnir sem fjalla um heimsmálin á yfirvegaðan hátt, raddir sem áróðursmiðlar vinstri vængsins þora ekki að skrifa um, þá leiðir það augljóslega til þess að ákveðin varnamechanismi fer í gang hjá þeim sem sýnir best þá heimsku og vanþekkingu sem bobo deilir, þau virðast hafa ekki gáfur til að afla sér þekkingar að því virðist, nema þau séu arvinnulygarar? já heimski bóbó svona er þetta.

Skildu eftir skilaboð