Bólusetningaskylda í Washington DC sem tók gildi 15. janúar fellur niður á morgun, 15. febrúar, eftir aðeins einn mánuð.
Fyrirtæki sem eru með þjónustu innanhúss munu ekki lengur þurfa að kanna bólusetningastöðu gesta, sagði borgarstjóri DC, Muriel Bowser, á blaðamannafundi í dag. Fyrirtækin geta aftur á móti sett sínar eigin reglur um passanam ef þess er óskað.
Bowser sagði að borgin væri loksins komin með nægilegan fjölda bólusettra til að geta með góðu móti afnumið skylduna. „Við fórum mjög vel yfir bólusetningastöðu okkar og sáum þegar Omicron bylgjan stóð sem hæst, að þá fóru fleiri í bólusetningu.“
Borgarstjórinn ætlar líka að aflétta grímuskyldu að hluta til. Frá og með 1. mars verður ekki lengur þörf á grímum á fjölda staða, þar á meðal veitingastöðum, börum, íþrótta- og skemmtistöðum, líkamsræktarstöðvum, smásölustöðum og matvöruverslunum.
Grímuskylda verður áfram í skólum, bókasöfnum, barnagæslu, heilsugæslustöðvum, hjúkrunar-heimilum, almenningssamgöngum, leigubílum o.s.frv. Öllum fyrirtækjum sem ákveða að halda áfram að krefjast grímunotkunar, er frjálst að gera svo.